sunnudagur, október 24, 2004

Útskriftarferðin 2005

Egyptaland: 14 daga ferð um Egyptaland þar sem öll undur Egyptalands eru skoðuð. Alexandría (2 nætur) + Siwa-vinin (2 nætur) + Kairó (3 nætur) + Nílar-sigling á fyrsta flokks hótelskipi sem heitir M.S Nile Beauty (4 nætur) + Abu Simbel (1 nótt) + Aswan stífla (1 nótt). Alls staðar verður gist á mjög góðum hótelum.
Flugtíminn frá London til Egyptalands er ca. 5-6 tímar. Innifalið í þessari ferð er nánast fullt fæði auk þess verður enskumælandi fararstjóri með okkur sem að fræðir okkur um allt það helsta.

og

a) áframhaldandi 7 nætur í Egyptalandi á fyrsta flokks strandhóteli á Hurghada ströndinni við Rauðahafið, en það er einmitt talin vera 3 fallegasti köfunarstaður heims. Nafnið á hótelinu kemur á morgun mánudag.

Kr: 225.500- (við bætist flug til/frá London)

eða

b) Farið frá Egyptalandi með flugi frá Kairó til Nairóbí í Kenýa, flugið frá Kairó til Nairóbí tekur ca. 6 tíma. 3 nætur á fyrsta flokks strandhóteli á Mombassa ströndinni í Kenýa. Hótelið heitir Indian Ocean Beach Club. Síðan er farið í 3 daga safarí ferð um þjóðgarða Kenýu í opnum jeppum. Gist verður í einskonar lúxus tjaldbúðum við stórt vatnsból. Í tjöldunum er rafmagn og klósett og sturta. Farið verður síðan aftur á strandhótelið á Mombassa og gist í 2 nætur í viðbót. Innifalið er hálft fæði þ.e. morgunmatur og kvöldmatur á strandhótelinu og allt innifalið í safaríinu þ.e. fæði + húsnæði. Flug heim frá Kenýa til London tekur ca. 7-8 klst.

Kr: 249.500- (við bætist flug til/frá London)

Í þessu verði er nánast allt fæði innifalið auk annarra útgjalda s.s rútur.

Varðandi b)-lið:
Athugið að möguleikar eru fyrir hendi að stytta Egyptalandsferðina (Egyptian classic) um einhverja daga til að hægt væri þá að fá lengra strandarfrí á Mombassa ströndinni, en þá væri spurningin um hverju maður ætti að sleppa??? Einnig var spurning um hvort ekki væri hægt að fá samfleitt strandarfrí á Mombassa, en þetta var sett svona upp vegna þessa að miðað er við að fara í safarí-ið á fimmtudögum, þannig að þetta hitti svona á. En líkegt er að þeir geti sniðið safarí ferðina að okkur, þannig að það væri hægt að fá samfleitt strandarfrí. Möguleiki verður fyrir hendi að fá að geyma dótið sitt á hótelinu á Mombassa þegar farið verður í safaríið svo að við þurfum ekki að burðast með það fram og til baka. Eins og þið gerið ykkur grein fyrir þá er b-liðurinn miklu meira ferðalag en hitt, en ég er alveg viss um að það sé þess virði. Málið er bara hvernig þið viljið eyða þessum síðari hluta á ferðinni.

Asía-dæmi til viðmiðunar

a) Hong Kong (3 nætur) + Bali (5 nætur) + Singapore (3 nætur) + Bangkok (3 nætur) + Koh Samui, thailensk eyja (7 nætur)

Kr: 200.000- (við bætist flug til/frá London)

Athugið að í þessu verði er ekkert fæði innifalið né rútuferðir til og frá hótelum og þess háttar, einungis flug og gisting. Þannig að hér er í raun um sama verð að ræða og í afríkuferðinni.

b) Önnur hugmynd væri t.d.

Peking (3 nætur) + þriggja gljúfra stíflan og leir stríðsmennirnir (3-5 nætur) + Bankok (3 nætur) + Hong Kong (3 nætur) + Koh Samui (7 nætur)

Kr: ? (get fengið verð í þessa ferð í næstu viku ef óskað er)

Óskað var eftir að sjá hvað Asíuferð myndi kosta til samanburðar við Afríkuferðina. Verðin eru svipuð hvort sem að um er að ræða Afríku eða Asíu. Hefði verið um einhvern stóran mun að ræða þá hefði verið sjálfsagt að skoða frekar þá Asíuferðina, en þar sem að það er ekki þá standa úrslit kosninganna að sjálfsögðu og erum við því á leið til Afríku. Mikilvægt er fyrir okkur að ákveða hvorn kostinn við veljum a) eða b)-lið svo hægt sé að fara að panta flugin og hótelin fyrir okkur svo að við getum öll verið í sömu vél og á sama hóteli og þess háttar. Nú hafið þið nöfnin á stöðunum og hótelunum (redda nafni á Hurghada hótelinu á morgun mánudag) þannig að ég hvet ykkur til að kynna ykkur þessa staði og í framhaldi að því ákveða hvorn kostinn til ætlið að velja. Verðum að vera búin að ákveða þetta í lok næstu viku.

Í sambandi við sprauturnar þá verða þær allavegana 4: gegn mænusótt, stífkrampa, lifrarbólgu A og taugaveiki. Við þurfum ekkert að spá í sprautunum fyrr en eftir jól þar sem að það er einungis nauðsynlegt í dag að láta sprauta sig ca. 6 vikum fyrir brottför.

Áætluð brottför í ferðina yrði ca. 15. maí til London, miðað við að síðasti prófdagur verkfæðideildar er 14.maí. Heimkoma yrði þá ca. 8. júní.

Jæja nú eruð þið búin að fá slatta af upplýsingum um þetta allt saman og allt þetta fer að verða að meiri veruleika þannig að nú er bara að fara að láta sér hlakka til og fara að safna ;)
Engin ummæli: