fimmtudagur, mars 31, 2005

Það var lagið með Hemma Gunn
Ég var að tala við hann Hemma áðan og bað hann að kíkja á aðalfundinn og vera með smá sprell. Hemmi uppveðraðist allur þegar ég minntist á samtalið við Tuma um síðustu verslunarmannahelgi og sagðist sko aldeilis til í að kíkja á okkur einhverntíma. Þannig er samt mál með vexti að Hemmi er á fullu að taka upp sjónvarpsþáttinn sinn þessa dagana og er hann að taka allt upp í 3 þætti á dag og kemst því ekki í þetta skiptið:( En sem sárabót bauð hann okkur að koma í sjónvarpssal og vera í þættinum! Þetta er ekki djók!
Eru ekki allir game? Ég hringi í Hemma aftur fyrri partinn á morgun og þá neglum við líklega hvenær við förum í þáttinn. Endilega verið viðbúin að taka frá tíma í þetta og segið kannski í commenti hvenær það myndi helst henta að fara í þáttinn. Tölum um þetta í skólanum á morgun.

Engin ummæli: