mánudagur, desember 13, 2004

Er það bara ég eða var prófið í morgun sjúklega erfitt?!? Ég fékk algjört panik-kast í lokin og er rétt að jafna mig núna...

Það eru 4 dagar í próflok...

föstudagur, desember 10, 2004

Ég held að það sé vissara að kíkja nokkrum sinnum yfir þetta ef hann Þorst1 okkar prófar upp úr vélhjólaakstri á samgöngutækniprófinu.

föstudagur, desember 03, 2004

Gott að vita ef þið takið frárennsli og skolp eftir jól:

Skilgreining á röri:

1. Rör er framleitt úr löngu gati sem umlukið er stáli eða plasti,samhverfu um miðju gatsins.

2. Allt rörið verður að innihalda gat í fullri lengd. Gatið þarf að vera jafnlangt rörinu.

3. Innra þvermál rörsins verður að vera minna en ytra þvermálið. Að öðrumkosti lendir gatið utan við rörið.

4. Rörið má eingöngu innihalda gat þannig að vatn eða annað efni getirunnið hindrunarlaust um það.

5. Löng rör skulu merkt "löng rör" á hvorum enda þannig að eftirlitsmaður sjái hvort um er að ræða langt rör eða stutt rör.

6. Mjög löng rör skulu merkt "mjög löng rör", líka á miðjunni þannig aðeftirlitsmaðurinn þurfi ekki að fara að enda til að sjá hvort rörið ers tutt, langt eða mjög langt ef hann kemur að miðju rörinu.

7. Þegar 30°, 45° eda 90° beygjur eru pantaðar verður að taka fram hvortum sé að ræða vinstri eða hægri beygju. Annars er hætta á að lögnin liggi ekki í rétta átt.

8. Merkja verður straumstefnu á lóðrétt rör. Annars er hætta á að vökvinn renni í öfuga átt.

9. Skrúfaður fittings skal annað hvort vera með hægri eða vinstri gengjum.Aldrei blandað. Þá skrúfast ein gengjan í, á meðan önnur skrúfast úr.

10. Tvö hálfrör eru jafngild einu heilu.

Þar hafiði það