fimmtudagur, nóvember 22, 2007

GÁB-arinn fékk þá flugu í höfuðið þar sem við átum kjúklingasúpu kvöldsins að reyna að fá sem flesta Afríkufara og VR-inga til að henda inn smá pistli á síðuna því við vorum að átta okkur á því að það er ótrúlega mikið af fólki sem við erum ekki alveg klárir á hvað er að bralla þessa dagana. Hálfur bekkurinn hefur náttúrulega verið á ímyndunarfylleríi í Köben síðasta árið eða tvö en svo veit maður ekkert hverjir eru komnir heim, á leiðinni heim o.s.frv. Það væri líka magnað að fá að vita nöfnin á nýjustu fjölskyldumeðlimum, hvar fólk vinnur, hvort það sé búið að fjárfesta í íbúð eða hangir í kjallaranum hjá M&P. Þetta er náttúrulega algjör bjartsýni að fólk kíki hingað enda höfðum við GÁB hvorugir heimsótt síðuna í fleiri mánuði. Ég ríð á vaðið.
Flutti út til Seattle í september 2005 og kláraði master í burðarþoli í desember 2006. Búinn að vinna á verkfræðistofunni CPL í downtown Seattle síðan þá og búinn að vera á föstu með Mary Frances (ekki kaþólsk og ekki nunna, allt klassískir brandarar) í bráðum 2 ár. Visað mitt rennur út í lok desember og þótt stofan vilji ólm sækja um visa fyrir mig gæti ég ekki byrjað að finna fyrr en í október '08 þ.a. það er allt opið núna. Fer til Íslands fyrir jólin og verð væntanlega á klakanum í nokkra mánuði og vona að einhver stofa vilji fá mig í þann stutta tíma. Verð væntanlega í kjallaranum hjá gamla settinu nema maður taki nett Afríku flashback og crashi hjá Borgarstjóranum í nokkra mánuði.
Vona að einhver nenni að gefa sér tíma í þetta, hvort sem það er ein setning í commentakerfinu eða ný færsla.
Bestu kveðjur og vonandi sé ég sem flesta á klakanum um jólin og á nýju ári.

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Var að skoða myndir frá Afríku um daginn. Hress gaur hann Víkingur...