sunnudagur, febrúar 27, 2005

Ég á afmæli í dag og óska eftir hamingjuóskum við fyrsta tækifæri!
Svo er skyldumæting í stál og tré á morgun því það verður kaka eftir tímann (kl. 12:15) þ.e.a.s. ef mér tekst að baka eitthvað annað en vandræði núna á eftir.
Kveðja VGK (Víkingur Guðmundsson Kökumeistari)

mánudagur, febrúar 21, 2005

Yo wazup!
Líður að lokum söfnunarinnar og vildi ég bara ykkur söfnunarsnillingana á þrennt:

1. Fá auglýsingarnar hjá þeim fyrirtækjum sem voru ekki með auglýsingar í fyrra.
2. Tala við þau fyrirtæki sem voru ekki búin að gefa ykkur svar.
3. Double checka hvort það sé e-ð fyrirtæki sem á eftir að fara í í ykkar hverfi.

Við erum í um 3 millum eins og staðan er núna en ég er bjartsýnn að ef allir leggjast á eitt nú undir lokin þá náum við 4 millum sem væri stórglæsilegt.
200 þús af 300 þús króna ferð væri snilld!

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Hò hò
Smà skìdakvedja frà ìtalìu. Er baedi bùin ad vera ì Sviss og ìtalìu ì dag. Vona svo ad einhver gòdhjartadur geymi fyrir mig verkefni 4 ì stàl og trè. Hef ekki haft tìma fyrir svoleidis vitleysu! Hlakka til ad sjà ykkur.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Góðan og blessaðan...
Vildi bara láta ykkur vita að næst þegar þið sjáið mig, komið þið bara til með að sjá wreskatið á mér. Ástæðurnar eru tvær:
1) Ég verð búinn að vera samfellt í fjóra daga í mat hjá mömmu.
2) Ég verð kominn svo langt fram úr ykkur í kapphlaupinu til Afríku.

Takk fyrir túkall!

laugardagur, febrúar 05, 2005

Jæja, krakkalakkarnir mínir!

Þúsund þakkir fyrir frábært kvöld í gærkvöldi. Þetta var algjört brill! Ómetanlegt að sjá Jónas og Gróu liggja í faðmlögum á gólfinu og Bjarna "tré" í djörfum dansi við Írisi ;) Þetta var svakalega vel heppnað, nema Ámundi hefði mátt sýna svona eins og 200 færri myndir! Til að vera nákvæm þá voru þær 272 sem við fengum að sjá, næstum jafn oft og Rennen sagði "coordinate system" í einum fyrirlestri - and that's a lot!!! Tökum ofan fyrir okkar frábæru stjórn sem gerði þetta kvöld ógleymanlegt!

P.S. Klukkan er átta mínútur í fimm ;)

föstudagur, febrúar 04, 2005

jæja hérna er kennslumyndband um hvernig ekki á að staupa, nema að mar ætli að leika dreka í leiðinni!!