laugardagur, febrúar 05, 2005

Jæja, krakkalakkarnir mínir!

Þúsund þakkir fyrir frábært kvöld í gærkvöldi. Þetta var algjört brill! Ómetanlegt að sjá Jónas og Gróu liggja í faðmlögum á gólfinu og Bjarna "tré" í djörfum dansi við Írisi ;) Þetta var svakalega vel heppnað, nema Ámundi hefði mátt sýna svona eins og 200 færri myndir! Til að vera nákvæm þá voru þær 272 sem við fengum að sjá, næstum jafn oft og Rennen sagði "coordinate system" í einum fyrirlestri - and that's a lot!!! Tökum ofan fyrir okkar frábæru stjórn sem gerði þetta kvöld ógleymanlegt!

P.S. Klukkan er átta mínútur í fimm ;)

Engin ummæli: