sunnudagur, október 31, 2004

föstudagur, október 29, 2004

Markmið mitt í lífinu er að stofna verkfræðistofuna P ehf.

Dísöss Andrjes!!! Til hvers???!!!!

Jú, þegar hún er orðin hæfilega stór mun ég beita mjer fyrir samruna hennar við verkfræðistofuna VSÓ.

-Hið nýja fyrirtæki: VSÓ-P
takk fyrir.

fimmtudagur, október 28, 2004

Hæ, sit í samgöngutækni og hundleiðist... Við þurfum að setja smá efidrín í kaffibollann hjá manninum, hausinn á mér fer randomly á standby á að hlusta á hann tala; ég er samt búin með þrjá kaffibolla... (en ekkert útí það ) ;)

En var að spá í prófið í Álag og Öryggi... Fyrir mitt leyti væri alveg ofur, að fá að taka það 21. des. Það myndi laga prófatöfluna heilmikið til (finnst mér minnst kosti). Ef samstaða fæst um þetta þarf þá ekki bara að festa þetta, Bjarna virtist ekki lítast svo illa á þetta. Eða er kannski einhver búinn að ganga í málið, hvernig er staðan?

mánudagur, október 25, 2004

Góð vefsíða um Mombassa og nágrenni:

http://www.mombasaonline.com/

Alm. uppl. um Tsavo-þjóðgarðinn og safaríferðir þangað:

http://www.jambokenya.com/jambo/location/tsavo.htm

Um gististaðinn í Tsavo:

http://www.kenya-travels.com/kenyasafaris/sataocamp.htm

http://www.africanmeccasafaris.com/kenya/safaris/lodges/sataocamp.asp

Kort af Kenía, Mombassa og Tsavo. Út frá kortinu sýnist mér að akstur frá hótelinu til þjoðgarðsins taki ca. 2 klst.

http://www.go2africa.com/kenya/map.asp

Hótelið á Hurghada ströndinni heitir Marriott Beach Resort og er 1. flokks hótel – 4 stjörnur – við ströndina. Innifalið er morgunverðarhlaðborð.
Sjá eftirfarandi link á enskri heimasíðu Kuoni:

http://www.kuoni.co.uk/CountryInformation/EG/X50.shtml


sunnudagur, október 24, 2004

Útskriftarferðin 2005

Egyptaland: 14 daga ferð um Egyptaland þar sem öll undur Egyptalands eru skoðuð. Alexandría (2 nætur) + Siwa-vinin (2 nætur) + Kairó (3 nætur) + Nílar-sigling á fyrsta flokks hótelskipi sem heitir M.S Nile Beauty (4 nætur) + Abu Simbel (1 nótt) + Aswan stífla (1 nótt). Alls staðar verður gist á mjög góðum hótelum.
Flugtíminn frá London til Egyptalands er ca. 5-6 tímar. Innifalið í þessari ferð er nánast fullt fæði auk þess verður enskumælandi fararstjóri með okkur sem að fræðir okkur um allt það helsta.

og

a) áframhaldandi 7 nætur í Egyptalandi á fyrsta flokks strandhóteli á Hurghada ströndinni við Rauðahafið, en það er einmitt talin vera 3 fallegasti köfunarstaður heims. Nafnið á hótelinu kemur á morgun mánudag.

Kr: 225.500- (við bætist flug til/frá London)

eða

b) Farið frá Egyptalandi með flugi frá Kairó til Nairóbí í Kenýa, flugið frá Kairó til Nairóbí tekur ca. 6 tíma. 3 nætur á fyrsta flokks strandhóteli á Mombassa ströndinni í Kenýa. Hótelið heitir Indian Ocean Beach Club. Síðan er farið í 3 daga safarí ferð um þjóðgarða Kenýu í opnum jeppum. Gist verður í einskonar lúxus tjaldbúðum við stórt vatnsból. Í tjöldunum er rafmagn og klósett og sturta. Farið verður síðan aftur á strandhótelið á Mombassa og gist í 2 nætur í viðbót. Innifalið er hálft fæði þ.e. morgunmatur og kvöldmatur á strandhótelinu og allt innifalið í safaríinu þ.e. fæði + húsnæði. Flug heim frá Kenýa til London tekur ca. 7-8 klst.

Kr: 249.500- (við bætist flug til/frá London)

Í þessu verði er nánast allt fæði innifalið auk annarra útgjalda s.s rútur.

Varðandi b)-lið:
Athugið að möguleikar eru fyrir hendi að stytta Egyptalandsferðina (Egyptian classic) um einhverja daga til að hægt væri þá að fá lengra strandarfrí á Mombassa ströndinni, en þá væri spurningin um hverju maður ætti að sleppa??? Einnig var spurning um hvort ekki væri hægt að fá samfleitt strandarfrí á Mombassa, en þetta var sett svona upp vegna þessa að miðað er við að fara í safarí-ið á fimmtudögum, þannig að þetta hitti svona á. En líkegt er að þeir geti sniðið safarí ferðina að okkur, þannig að það væri hægt að fá samfleitt strandarfrí. Möguleiki verður fyrir hendi að fá að geyma dótið sitt á hótelinu á Mombassa þegar farið verður í safaríið svo að við þurfum ekki að burðast með það fram og til baka. Eins og þið gerið ykkur grein fyrir þá er b-liðurinn miklu meira ferðalag en hitt, en ég er alveg viss um að það sé þess virði. Málið er bara hvernig þið viljið eyða þessum síðari hluta á ferðinni.

Asía-dæmi til viðmiðunar

a) Hong Kong (3 nætur) + Bali (5 nætur) + Singapore (3 nætur) + Bangkok (3 nætur) + Koh Samui, thailensk eyja (7 nætur)

Kr: 200.000- (við bætist flug til/frá London)

Athugið að í þessu verði er ekkert fæði innifalið né rútuferðir til og frá hótelum og þess háttar, einungis flug og gisting. Þannig að hér er í raun um sama verð að ræða og í afríkuferðinni.

b) Önnur hugmynd væri t.d.

Peking (3 nætur) + þriggja gljúfra stíflan og leir stríðsmennirnir (3-5 nætur) + Bankok (3 nætur) + Hong Kong (3 nætur) + Koh Samui (7 nætur)

Kr: ? (get fengið verð í þessa ferð í næstu viku ef óskað er)

Óskað var eftir að sjá hvað Asíuferð myndi kosta til samanburðar við Afríkuferðina. Verðin eru svipuð hvort sem að um er að ræða Afríku eða Asíu. Hefði verið um einhvern stóran mun að ræða þá hefði verið sjálfsagt að skoða frekar þá Asíuferðina, en þar sem að það er ekki þá standa úrslit kosninganna að sjálfsögðu og erum við því á leið til Afríku. Mikilvægt er fyrir okkur að ákveða hvorn kostinn við veljum a) eða b)-lið svo hægt sé að fara að panta flugin og hótelin fyrir okkur svo að við getum öll verið í sömu vél og á sama hóteli og þess háttar. Nú hafið þið nöfnin á stöðunum og hótelunum (redda nafni á Hurghada hótelinu á morgun mánudag) þannig að ég hvet ykkur til að kynna ykkur þessa staði og í framhaldi að því ákveða hvorn kostinn til ætlið að velja. Verðum að vera búin að ákveða þetta í lok næstu viku.

Í sambandi við sprauturnar þá verða þær allavegana 4: gegn mænusótt, stífkrampa, lifrarbólgu A og taugaveiki. Við þurfum ekkert að spá í sprautunum fyrr en eftir jól þar sem að það er einungis nauðsynlegt í dag að láta sprauta sig ca. 6 vikum fyrir brottför.

Áætluð brottför í ferðina yrði ca. 15. maí til London, miðað við að síðasti prófdagur verkfæðideildar er 14.maí. Heimkoma yrði þá ca. 8. júní.

Jæja nú eruð þið búin að fá slatta af upplýsingum um þetta allt saman og allt þetta fer að verða að meiri veruleika þannig að nú er bara að fara að láta sér hlakka til og fara að safna ;)




þriðjudagur, október 19, 2004

Myndir!
Ég var að setja inn myndir úr sumarbústaðaferðinni á nýju myndasíðuna mína.

mánudagur, október 18, 2004

Bé ell ek!
Þvílík snilldarhelgi! Það er nokkuð ljóst að við verðum að fara í aðra svona skálaferð við fyrsta tækifæri. Við getum þá kannski haft aðeins minna af svörtum lit meðferðis og aðeins meira af rjómasprautum og vídeótökuvélum, eða hvað finnst ykkur? ;)

mánudagur, október 11, 2004


Bingó!!!

Ég er búin að redda sal á Hverfisgötunni fyrir bingóið á föstudaginn. Við þurfum að punga út 15.000 kalli, reka fólkið út fyrir miðnætti og vera búin að þrífa fyrir 12 á hádegi næsta morgun. Svo nú er um að gera að halda vel á spöðunum í sambandi við vinninga og jafnvel dreifa auglýsingum í elliheimilin ;) Tumi er tilbúinn að sækja gamalmennin sem ekki geta komið sér á staðinn af sjálfsdáðum ;)

miðvikudagur, október 06, 2004

Nú eru bara 9 dagar í Bingóið!!!
Eins gott að allir fari á fullt að safna vinningum.

Gyða er búin að redda einhverjum snyrtivörum.
Guðlaug ætlar að tala við Vífilfell.
Það vantar fólk til að redda vinningum hjá: líkamsræktarstöðvum, fatabúðum, flugfélögum og fleira.
Allir að setja allt á fullt!!
Ps. erum enn að leita að ókeypis sal, og hvar fást svona bingóspjöld??


föstudagur, október 01, 2004

Jaeja krakkar, spurning um ad fara ad stunda einhverja alvoru fjaroflun eins og danirnir :) Sjaid tetta!!!