fimmtudagur, mars 31, 2005

Ég vil biðja fólk að hafa hemil á sér þegar við komum til Egyptalands svo að einhverjir lendi nú ekki á sjúkrahúsi eins og þetta ágæta par ;)

laugardagur, mars 19, 2005

Væri ekki tilvalið að halda fjáröfluninni áfram eftir að til Afríku er komið? Við fáum íslenska ríkið til að borga flutningsgjald á bílnum hans Drésa út, það ætti ekki að vera erfitt ef við lofum að koma ekki með hann til baka. Minni hljóðmengun, minni sjónmengun, minni loftmengun.. hmm.. yrði ísland ekki bara nánast sjálfbært með þessum aðgerðum? Við værum amk að mæta þörfum núverandi kynslóða án þess að takmarka lífsafkomuleika komandi kynslóða og rúmlega það ;)
Samkvæmt myndinni ættum við að geta komið um 50 manns fyrir á pallinn í einu .. við ættum alveg að geta grætt slatta á sýnisferðum um mombasa..

fimmtudagur, mars 17, 2005

Er þetta ekki bara málið fyrir Afríkuferðina? Pant ekki ég!


þriðjudagur, mars 15, 2005

Ég var að setja inn myndir frá árshátíðinni á myndasíðuna mína, loksins! Það er kominn tengill inn á hana hér til vinstri. Fullt af fínum myndum ;)

þriðjudagur, mars 08, 2005

Jæja, þetta gengur nú ekki lengur! Hvar eru allar skemmtilegu bloggfærslurnar?!? Maður spyr sig, eins og Gyða segir ;)
Annars þakka ég bara fyrir frábæra árshátíð. Það var svoooooo gaman! Svo er spurning hvað er næst á dagskrá, kannski við höldum video-kvöld í bráð... Hvað langar ykkur að sjá? Það er ennþá svo rólegt í skólanum hjá ykkur að við verðum að finna okkur eitthvað skemmtilegt að gera. Hvernig væri líka að reyna að komast í sumarbústaðaferð aftur? Bara fullt af hugmyndum! Koma svo og commenta...

þriðjudagur, mars 01, 2005

WAZUP!!!
Bíókvöld í 3. árs stofunni í kvöld (þriðjudag 1. mars) kl 20. Á dagskrá er stórmyndin "Million dollar Baby" sem hrifsaði til sín helstu óskarsverðlaunin, m.a. Besta mynd, besti leikstjóri, besta leikkona í aðalhlutverki, besti leikari í aukahlutverki og eflaust e-ð fleira.
Heyrst hefur að skúringarstelpan ætli að mæta.

uh já, og fólk er að tala um skyldumætingu!!!