laugardagur, mars 19, 2005

Væri ekki tilvalið að halda fjáröfluninni áfram eftir að til Afríku er komið? Við fáum íslenska ríkið til að borga flutningsgjald á bílnum hans Drésa út, það ætti ekki að vera erfitt ef við lofum að koma ekki með hann til baka. Minni hljóðmengun, minni sjónmengun, minni loftmengun.. hmm.. yrði ísland ekki bara nánast sjálfbært með þessum aðgerðum? Við værum amk að mæta þörfum núverandi kynslóða án þess að takmarka lífsafkomuleika komandi kynslóða og rúmlega það ;)
Samkvæmt myndinni ættum við að geta komið um 50 manns fyrir á pallinn í einu .. við ættum alveg að geta grætt slatta á sýnisferðum um mombasa..

Engin ummæli: