sunnudagur, desember 17, 2006

Haaaalllúúúúú

Ég uppdeitaði linkana fyrir Gunna ;) þ.e. bætti nokkrum við og leyfði mér að fjarlægja þau blogg sem hafa verið óstarfhæf í yfir ár. Vona að það hafi verið í lagi

Ég skítmixaði líka nýja síðu í leiðinni þar sem sú gamla var að detta í sundur, ekkert voðalega þjál en gat ekki orðið verri en sú gamla.. hahaha, ef einhver vill eyða tíma í að gera þetta flott þá er hinum sama það hjartanlega velkomið ;)

Hver ætlar annars að vera bæði á íslandi og í bænum um jólin?
Er einhver til í að hittast í föstudagshádegi eftir jól á einhverjum af betri matsölustöðum bæjarins? s.s. American style ?!?!?

Látið í ykkur heyra og gangi skólakrökkum vel í prófunum

Gleðileg jól

föstudagur, desember 01, 2006

Verkfræðingur er á gangi við tjörn eina og heyrir frosk kalla á sig. "Ehhh
heyrðu! Ef þú kyssir mig, þá breytist ég í gullfallega prinsessu!"
Verkfræðingurinn tekur upp froskinn og stingur honum í vasann. "Ef þú
kyssir
mig þá breytist ég í gullfallega prinsessu og verð kærastan þín í heila
viku!" Þetta vekur engin viðbrögð hjá verkfræðingnum. "Ef þú kyssir mig þá
breytist ég í gullfallega prinsessu, verð kærastan þín í viku og geri HVAÐ
SEM ÞÚ VILT!" Enn vekur þetta engin viðbrögð hjá verkfræðingnum.
Froskurinn
spyr því: "Hvað er eiginlega að þér? Ef þú kyssir mig þá breytist ég í
gullfallega prinsessu sem verður kærastan þín í HEILA VIKU og mun gera
HVAÐ
SEM ÞÚ SEGIR MÉR! Hvað er vandamálið?" Verkfræðingurinn svarar: "Ég er
verkfræðingur. Ég hef engan tíma fyrir kærustu. Hinsvegar er froskur sem
talar nokkuð töff. :)