föstudagur, desember 01, 2006

Verkfræðingur er á gangi við tjörn eina og heyrir frosk kalla á sig. "Ehhh
heyrðu! Ef þú kyssir mig, þá breytist ég í gullfallega prinsessu!"
Verkfræðingurinn tekur upp froskinn og stingur honum í vasann. "Ef þú
kyssir
mig þá breytist ég í gullfallega prinsessu og verð kærastan þín í heila
viku!" Þetta vekur engin viðbrögð hjá verkfræðingnum. "Ef þú kyssir mig þá
breytist ég í gullfallega prinsessu, verð kærastan þín í viku og geri HVAÐ
SEM ÞÚ VILT!" Enn vekur þetta engin viðbrögð hjá verkfræðingnum.
Froskurinn
spyr því: "Hvað er eiginlega að þér? Ef þú kyssir mig þá breytist ég í
gullfallega prinsessu sem verður kærastan þín í HEILA VIKU og mun gera
HVAÐ
SEM ÞÚ SEGIR MÉR! Hvað er vandamálið?" Verkfræðingurinn svarar: "Ég er
verkfræðingur. Ég hef engan tíma fyrir kærustu. Hinsvegar er froskur sem
talar nokkuð töff. :)

Engin ummæli: