föstudagur, apríl 30, 2004

Life is all about priorities (eins og segir í Magnum íspinnaauglýsingunni), því skellti ég mér í fótbolta í dag klukkan tvö í staðinn fyrir að heilsa upp á hann Kristján okkar í aukatíma í tölulegri greiningu. Ég var því að spá hvort að einhver sem að hefði mætt í tímann gæti snarað fram einhverjum gullmolum um prófið sem Kristján kom með í tímanum. Eða voru þeir kannski eitthvað af skornum skammti hjá honum?

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Vegna fjölda áskoranna (eða vegna einnar áskorunnar) þá er komið annað próf sem er ekki síðra og ég er nokkuð viss um niðurstöðurnar fyrir Kenneth.....
Hvaða idol-stjarna ertu...
Tölvan bara með kjaft!!! orðin leið á Hemma!!!

Jæja nú kemur sannleikurinn í ljós....
Hver er besti kissarinn.....
Jæja fyrsta prófið búið... bara 4 eftir og allt í orden!
Svo er það bara bachelor í kvöld!
.....Hefur önnur þeirra fangað hann?
Kemur hann til með að biðja hennar...
Ef hann hefur gert upp hug sinn hvernig hafnar hann henni....
hafnar hin honum.... verða allir miður sín....
Fylgist með.....
síðan þegar út er komið, er eg að ganga að bílnum þá hleypur í veg fyrir mig köttur, sem hafði heldur betur tekið Funa fræga til fyrirmyndar ,þið sem eigið ketti verðið að tala þá til, því þetta virðist vera e-r tískubylgja meðal katta!

miðvikudagur, apríl 28, 2004

hérna kemur Funi
þetta átti víst að fylgja með!
Jæja, mikið að maður komst inná þetta blogg, algjör snilld, eg tek hattinn ofan af fyrir beggu og þeim sem stóðu fyrir þessu, en eg var að labba útúr hlöðunni áðan, þá rek ég augun á hann Funa fræga (bókhlöðukötturinn) og mér krossbrá!

.....
Það er nú ekki ætlunin að vera með leiðindi á síðunni.. en veit einhver um þessar blessuðu lausnir við 13 dæmablaði í greiningu fjögur sem hann ætlaði að gefa út? er hægt að nálgast þær einhversstaðar, eða er þetta liður í fallaðgerðum kennara.. ..ég sé hann fyrir mér glottandi með eina eintakið af þessum lausnum varinn í bak og fyrir í skotheldu glerbúri, skotheldu vesti, með tætara í báðum og tilbúinn að kippa handsprengjupinnanum úr með tönnunum..

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Hvatningin heldur áfram!!!

Ef að þið menntið ykkur ekki endiði eins og þessi kjúklingakall...
ég mæli með:

fly
die
cry
cartwheels
laugh
run
swim
peck
mad

góða skemmtun og veriði góð við kjúklinginn
.....
Hæhæ :)
Þið sem eruð ennþá í vandræðum með að komast inn, hafiði samband. Það getur tekið nokkrar tilraunir en þetta hefur alltaf tekist á endanum :) Ég ætla að reyna að vera eitthvað takmarkað inná msn næstu daga en það má alltaf senda á mig póst, sms .. eða auðvitað bara nöldra í commentunum .. til þess eru þau
email : brh@hi.is
sms: 6969323
msn: begga_gimp@hotmail.com

farin aftur í tölulega gubbið
gangi ykkur vel að lesa :)
Smá hvatningar og auðmýktargjafi..
Alltaf fer jafn mikið um mann þegar maður sjer eitthvað svona...

Klikkið hjer..

Genahappadrættið er furðulegt fyrirbæri....

þannig að notið vinninginn ykkar bog drullið ykkur að læra.. ...hangandi á netinu eins og einhverjir.... ;)
yo....komst loksins inn..víííí...þetta var farið að gera mann brjálaðan..
..jæja attur að bókunum...get ekki beðið!!...

mánudagur, apríl 26, 2004

Helgin búin.....

sunnudagur, apríl 25, 2004

Í prófunum leggst maður í allskyns vitleysu... eins og öll sjálfsprófin.

Ég veit ekki hvernig mjer mun ganga í stærðfræðigreiningunni, en ég dúxaði allaveganna á þessu hjerna! ;)
.....
Hvað er betra en að nördast alla daga og eiga sér ekkert líf? Mér er sama hvað ykkur finnst.. ég vildi að mitt líf væri alltaf svona, ekkert djamm, ekkert búðarráp, ekkert friends, enginn simpson og ekkert O.C. tjahh.. lítið O.C. og lítið af friends.. það má nú ekki alveg gera útaf við sig! Við Hemmi Gunn erum gjöööörsamlega að meika það hérna með Fourier og Laplace!! Getur lífið orðið öllu betra? Hann er alveg tilbúinn að syngja fyrir ykkur líka sko.. -hér-

laugardagur, apríl 24, 2004

Það er fyrst núna að sumarfílingurinn hellist yfir mann...
Axlirnar orðnar stirðar af stærðfræði
og rigningin hellist á hlið út úr himinhvolfinu...

Er lífið ekki ljúft?
Jæja... Hverjir ætla á Metallica ?



Það verður fínn endir á Landsmóti hestamanna 2004 !!! Beint af hestamannamóti á tónleika...í lopapeysu og gúmmískóm ;) Rosalega á maður eftir að fitta inn;)
Ég ætla að setja inn mynd.





"Pass me the pie"

Víkingur Guð.

föstudagur, apríl 23, 2004

Hæbb!
Ég er líka mætt á svæðið.
Þetta er glæsilegt! Nú hef ég eitthvað að gera í sumar :)
Nokkuð ljóst að þessi síða á eftir að gera allt vitlaust.
Hellú!
Ég komin líka ;) Þetta er svo sannarlega "samandagurinn fyrsti"!
Kv. Guðlaug
Jæja mætt á staðinn og því má búast við umtalverðu magni að bulli og vitleysu!
En nú eru það bara prófin....
Oh.. hvað ég er ánægður, núna verðum við svo gasalega samrýmd!!!

Í gær var kanske sumardagurinn fyrsti, en í dag er sko ,,samandagurinn fyrsti"!!!
Haha... nú er ég komin með aðgang líka og þið fáið að minnast tilveru minnar í allt sumar þó svo að ég verði norðan við hníf og gaffal og kristna trú ;) Kv. Katarína

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Blogger er með einhvern kjaft. Það fá allir error .. og ég fæ error þegar ég reyni að senda þetta aftur.. blogger er nú nottlega bara fyrsta flokks sorp.. ég reyni að senda á allann listann aftur á morgun, vonandi að þetta verði komið í lag þá :)
hæhæ :)
Ég er loksins búin að hnoða einhverju saman. Ég ætla að reyna að missa mig ekki í tölvustandi í þessum prófum einsog öllum öðrum (..sjáum til hvernig það tekst..) svo þetta verður að duga í bili ;)

Fyrir þá sem vita ekki alveg hvað er í gangi er þetta rosa einfalt, ég sendi á ykkur boð í pósti, þið klikkið á linkinn í boðinu sem segir ykkur að ykkur hafi verið boðið að taka þátt í tjatti á þessari síðu og þá er það komið... EN!!! þið verðið að skrá ykkur á blogger fyrst ef þið eruð ekki nú þegar með heimasíðu, því þið notið alltaf ykkar eigið aðgangsorð+passw, það er líka rosa rosa einfalt og einsog ég er búin að drulla yfir súkkulaðifögin hans Kenna þarna hinumegin við suðurgötuna skulum við bara vera rosaklár og fara eftir leiðbeiningunum sem þið fáið í bréfinu og sleppa öllum iddíotprúvd leiðbeiningum hérna.. ;) þið eruð í verkfræði .. þetta ætti ekki að vera erfitt.

Ég tók eftir því að það skrifuðu ekki allir heimasíðueigendur slóðina af sinni síðu á listann, og ég linka að sjálfsögðu ekki inná neinn án samþykkis, svo það væri fínt ef þið létuð mig vita hvað má standa áfram á kantinum, ég tók það sem samþykki ef slóðin fylgdi með á listanum.. þið hin hafið enga tilvísun á bakvið þangað til þið gefið grænt ljós.

Eins með ykkur sem eigið heimasíður en viljið koma henni á kantinn.. láta vita :) og ef einhver hefur einhverjar góðar hugmyndir í sambandi við síðuna.. hafa samband, frekar hérna neðst á síðuna í hi mailið mitt en hotmailið mitt, ég á doldið ofvirka vini sem eru duglegir að senda mér pps skjöl sem fylla hotmailið svo það er stútfullt nokkrum sinnum í viku, hi mailið er brh@hi.is ..eða í "hafðu samband"

..þið sem eruð að velta fyrir ykkur hvaða hekv$#$% lista ég er að tala um .. skammskamm. . mæta í tíma krakkar ;) Ég gat ekki séð að það vantaði fleiri en Höllu, Kötu, Andrés og Smára og þau eru komin inná msn-listann.. sem ég vona að sé réttur, það var krefjandi starf að lesa út úr honum .. sossasubba,júpiter, skotinn, en ég vona að ég hafi púzlað þessu rétt saman, svo vantar auðvitað Olgu..látið mig vita ef það vantar fleiri og auðvitað ef lisinn er vitlaus :p

Svo vil ég benda fólki einsog Jóa og fleirum á að hægt er að nota núverandi email á msn.. Víkingur notar hi-mailið sitt og virkar fínt :)

veriði nú dugleg að skrifa og gangi ykkur vel að lesa :)
..svo gefum við auðvitað Katrínu gott klapp fyrir góða hugmynd! :)
pís át!

miðvikudagur, apríl 21, 2004

'ZUP?!