fimmtudagur, apríl 22, 2004

hæhæ :)
Ég er loksins búin að hnoða einhverju saman. Ég ætla að reyna að missa mig ekki í tölvustandi í þessum prófum einsog öllum öðrum (..sjáum til hvernig það tekst..) svo þetta verður að duga í bili ;)

Fyrir þá sem vita ekki alveg hvað er í gangi er þetta rosa einfalt, ég sendi á ykkur boð í pósti, þið klikkið á linkinn í boðinu sem segir ykkur að ykkur hafi verið boðið að taka þátt í tjatti á þessari síðu og þá er það komið... EN!!! þið verðið að skrá ykkur á blogger fyrst ef þið eruð ekki nú þegar með heimasíðu, því þið notið alltaf ykkar eigið aðgangsorð+passw, það er líka rosa rosa einfalt og einsog ég er búin að drulla yfir súkkulaðifögin hans Kenna þarna hinumegin við suðurgötuna skulum við bara vera rosaklár og fara eftir leiðbeiningunum sem þið fáið í bréfinu og sleppa öllum iddíotprúvd leiðbeiningum hérna.. ;) þið eruð í verkfræði .. þetta ætti ekki að vera erfitt.

Ég tók eftir því að það skrifuðu ekki allir heimasíðueigendur slóðina af sinni síðu á listann, og ég linka að sjálfsögðu ekki inná neinn án samþykkis, svo það væri fínt ef þið létuð mig vita hvað má standa áfram á kantinum, ég tók það sem samþykki ef slóðin fylgdi með á listanum.. þið hin hafið enga tilvísun á bakvið þangað til þið gefið grænt ljós.

Eins með ykkur sem eigið heimasíður en viljið koma henni á kantinn.. láta vita :) og ef einhver hefur einhverjar góðar hugmyndir í sambandi við síðuna.. hafa samband, frekar hérna neðst á síðuna í hi mailið mitt en hotmailið mitt, ég á doldið ofvirka vini sem eru duglegir að senda mér pps skjöl sem fylla hotmailið svo það er stútfullt nokkrum sinnum í viku, hi mailið er brh@hi.is ..eða í "hafðu samband"

..þið sem eruð að velta fyrir ykkur hvaða hekv$#$% lista ég er að tala um .. skammskamm. . mæta í tíma krakkar ;) Ég gat ekki séð að það vantaði fleiri en Höllu, Kötu, Andrés og Smára og þau eru komin inná msn-listann.. sem ég vona að sé réttur, það var krefjandi starf að lesa út úr honum .. sossasubba,júpiter, skotinn, en ég vona að ég hafi púzlað þessu rétt saman, svo vantar auðvitað Olgu..látið mig vita ef það vantar fleiri og auðvitað ef lisinn er vitlaus :p

Svo vil ég benda fólki einsog Jóa og fleirum á að hægt er að nota núverandi email á msn.. Víkingur notar hi-mailið sitt og virkar fínt :)

veriði nú dugleg að skrifa og gangi ykkur vel að lesa :)
..svo gefum við auðvitað Katrínu gott klapp fyrir góða hugmynd! :)
pís át!

Engin ummæli: