föstudagur, júlí 29, 2005

Ætla ekki örugglega allir til eyja hnoðrarnir mínir! Það er nú orðið way to long síðan ég hef hitt ykkur og þess vegna er um að gera að taka þjóðhátíðarlagið um helgina!


Þú ert úldinn sokkur og enginn elskar þig

þú ert úldinn sokkur og fýlan eftir þig

Þú ert úldinn sokkur oj ekki snerta mig

Því ég er boxer nærbuxur og allir elska mig

Því ég er boxer nærbuxur og allir elska mig....



....styttist í eyjar :) (frumsamið fyrir eyjar 2001 ;)

Kv Inga

sunnudagur, júlí 24, 2005

Ef þið eruð ekki búin að fá ímeil frá mér þá megið þið láta mig vita. Ég sendi á alla í dag en það var einhver hundur í póstinum og ég fékk einhver warning skilaboð um að pósturinn hefði ekki farið af stað, en ég veit samt að einhverjir eru búnir að fá hann. Annað var það ekki nema bara að reka á eftir ykkur að hundskast til að finna bestu myndirnar ykkar og láta Þorbjörgu hafa þær :)
Svo vil ég líka óska eftir hamingjuóskum því ég var að fá leigða flottustu íbúð í heimi sem ég flyt inn í með Hönnu systur minni 1. september ....sjibbííí!!!

föstudagur, júlí 22, 2005

Myndakvöld!
Hvað segiði um myndakvöld næsta miðvikudagskvöld, þann 27. júlí? Ef það verða ekki sterk mótmæli gegn þeirri tímasetningu hérna í dag þá ætla ég að senda ímeil og sms á alla og láta vita. Er ekki fín tímasetning að byrja kl. 19:30? Þá er alveg öruggt að svona slóðar eins og Tóta sem alltaf mæta of seint séu mættir kl. 20:00 í síðasta lagi. Við verðum þá að senda Þorbjörgu best of myndirnar (ca. 50 stk. á mann) á mánudagskvöld þannig að hún hafi tíma til að græja þær í tíma. Ég veit ekki hvort hi-pósturinn hennar höndlar svona mikið af drasli en við finnum einhverja aðferð til að redda þessu.

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Ég hata amerískar kennslubækur:

The language [Fortran] was developed in the mid 1950's, and even as late as 1975, most Fortran programs were punched on 80-column cards rather than edited on video screens. May it rest in peace (og svo sýna þeir mynd af gömlu gataspjaldi).

Þvílíkt tilfinningaflæði! Haldiði að við eigum eftir að sakna proctor-prófsins árið 2050 þegar það verður búið að finna eitthvað betra upp!?!

mánudagur, júlí 18, 2005

Ég hef nú alveg klikkað á því hingað til að setja ferðasöguna frá Afríku á vefinn, en til að minnka samviskubitið ætla ég að deila með ykkur hápunkti ferðarinnar.

Allt frá blautu barnsbeini hefi ég borið þann draum í brjósti að fara í Safarí. Eftirvæntingin var heldur ekki lítil þann morguninn þegar safaríbílarnir biðu hnarreistir fyrir utan hótelið okkar í Mombasa. Fílar, buffalóar, nashyrningar, allt var þetta ágætt, en eins og við flest var ég spenntastur fyrir kattardýrunum og suðaði langtímum saman í honum Madji, safaríbílstjóranum okkar, um að finna fleiri ketti. Loksins þegar ég var búinn að dæla í hann silljón kenískum skildingum ljet hann undan mjer og bíllinn okkar læddist með lymskulega út úr halarófunni, beygði út af veginum og inn á leynistað sem einungis Madji og þrír aðrir safaríbílstjórar í öllum heiminum vita um.

Taugarnar á okkur voru spenntar sem yfirstillt C-dúrsfiðla og allar myndavélar á lofti. Bíllinn liðaði rólega eftir sljettunni og þá loksins birtist hann í allri sinni dýrð, hlébarðinn, og hin heilaga fimmund hafði loksins náð hinum fullkomna samhljómi. Madji stöðvaði bílinn og benti okkur síðan spenntur á antílópu sem Hljebarðinn horfði slefandi á. Mér varð um og ó fyrir hönd antílópunnar (enda er ég þekktur fyrir það að vera vinur jafnt dýra sem manna og að vilja hvorugu ekkert illt). Þegar hljebarðinn stökk síðan af stað grýtti ég frá mér myndavélinni og svo man ég ekkert fyrr en sá Madji bograndi yfir mér.

- John are you alright?? You are crazy! you may never do this thing again.

-En antilópan!! En antólópan!!
Öskraði ég taugaveiklingslega og hristi og skók tröllvaxinn svertingjann sem bara brosti og sagði síðan Hakuna matata, og öllu fargi var af mjer ljett.

Sem betur fer náði Begga þessu öllu á Video.
Hérna er ,,video" frá Kenýa.

sunnudagur, júlí 17, 2005

Gott blek í gærkvöldi!
Highlights:

Gamli átti erfitt með að fóta sig á í nýbónuðu gólfinu hjá Mr. Vík.
Svartur maður hjólaði upp í fánastöng á bláu reiðhjóli með lásinn inn-út-inn-inn-út til að fagna vel sungnum þjóðsöng Íslendinga. Hann var ekki ennþá kominn alla leið aftur niður um hádegið daginn eftir.
Best þökulagða malbik í þremur sýslum sem náðist því miður ekki á mynd.
Gaui fékk blautan göndul og kippti sér ekkert upp við það en hefndi sín svo seinna.
Kenni sofnaði í ruslapoka á gólfinu.
Hvítur jakki!!!
Smári kom sterkur inn.
Við Beggi enduðum í ruglinu eftir að ég sigraði blautbolskeppnina á Nasa.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Upphitun!
Gunni kom til mín áðan og tilkynnti mér að það væri blek heima hjá mér á laugardagskvöldið. Begga sagði að hann hefði ákveðið þetta í gærkvöldi. Nú þegar hafa nokkrar hetjur boðað komu sína, t.d. ég sjálfur, Kenni, Tumi, Dolli, Begga, Gaui og svo auðvitað Gunni ...og kannski einhverjir fleiri, ég man það ekki.
Endilega látið þetta berast til allra og að sjálfsögðu eru öll bekkjarviðhengi velkomin með líka. Gunni nefndi nú ekki neinn sérstakan tíma þannig að ef hann ljóstrar honum ekki upp hérna, þá megið þið bara ráða því sjálf hvenær þið mætið.
Auf viedersehen

laugardagur, júlí 09, 2005

Þar sem við höfum ekki öll jafn lítið að gera í vinnunni og Tóta og erum því ekki búin að koma Afríkumyndunum okkar á netið vil ég stinga upp á því að við höldum myndakvöld við tækifæri. Um helgar eru alltaf allir í útilegum og sumarbústöðum og bókhlöðum og svoleiðis rugli þannig að það er eflaust best að taka einhvern virkan dag í þetta. Allar uppástungur um tímasetningar eru vel þegnar. Samt ekki fyrr en er búið að safna saman myndum til að skoða.
Þorbjörg var búin að bjóðast til þess að safna saman svona “best of” myndum frá öllum og setja á disk. Þannig að allir þurfa að fara að skoða myndirnar sínar, Íris líka, og finna svona ca. 50 bestu myndirnar (ef ykkur finnst það of mikið segið þá til). Ég held að allir séu sammála um það að við erum með það nokkuð á hreinu hvernig súlur, pýramídar, fílar og sebrahestar líta út svo að þannig myndir verða að vera alveg einstaklega vel heppnaðar til að komast í “best of” pakkann.
Það er ekkert stress að gera þetta alveg á stundinni en Gaui, Laila og Andrés þurfa samt örugglega að setjast fljótlega við skannann með bunkana sína ef þetta á að vera tilbúið fyrir jól. Svo dembum við þessu bara öllu á Þorbjörgu. Gummi, Gummi og Gunni ef þið eruð búnir að klippa til einhver vídeó væri beisik að kíkja á þau líka.
Mín hugmynd er að við hittumst í stofunni okkar í VR einhvern tíma þegar allir eru búnir að vinna (t.d. klukkan svona átta) og nýtum okkur hátæknilega skjávarpaaðstöðu sem þar er í boði. Þegar við erum búin að hlæja úr okkur lungun þar getum við svo rölt niður á garða heim til mín og fengið okkur einn eða fimm öllara og snúið sófanum mínum í átt að Mecca. Ég vil minna á að strætó gengur alveg heillengi á virkum dögum og það er alltaf hressandi að vera pínu þunnur í vinnunni svo slíkar afsakanir eru ekki ásættanlegar. Drykkjulæti eru líka leifileg þar sem ég flyt hvort sem er út eftir nokkrar vikur.
Ég legg til að heiðursgestur myndakvöldsins verði Þorsteinn Þorsteinsson sem eins og allir vita fór á kostum í ferðinni. Svo eru auðvitað allir vitleysingarnir sem skrópuðu í ferðinni velkomnir líka að sjá hvað við hinir vitleysingarnir gerðum í Afríku. Það verður ekki strangt dress code en stelpur verða að vera með berar axlir og fara inn á skónum.
Að sjálfsögðu er skyldumæting hjá öllum Afríkuförum, og ekki væri verra að tímasetja þetta þannig að hetjur sem eru að baka drullukökur á Kárahnjúkum, mæla flugvelli í Kósóvó eða annað slíkt geti mætt líka.
Endilega segið það sem ykkur liggur á hjarta í kommentin, Tóta, hérna er tilvalið að rífast aðeins. Annars getum við spjallað um þetta líka á þriðjudaginn þegar við förum að dreifa blöðum upp í vindinn. Látið endilega fólk sem les ekki bloggið vita af þessu.
Hasta la pasta

föstudagur, júlí 01, 2005

Búin að setja inn nokkra daga í viðbót af Afríkuferðinni inn á myndasíðuna mína: