þriðjudagur, júlí 12, 2005

Upphitun!
Gunni kom til mín áðan og tilkynnti mér að það væri blek heima hjá mér á laugardagskvöldið. Begga sagði að hann hefði ákveðið þetta í gærkvöldi. Nú þegar hafa nokkrar hetjur boðað komu sína, t.d. ég sjálfur, Kenni, Tumi, Dolli, Begga, Gaui og svo auðvitað Gunni ...og kannski einhverjir fleiri, ég man það ekki.
Endilega látið þetta berast til allra og að sjálfsögðu eru öll bekkjarviðhengi velkomin með líka. Gunni nefndi nú ekki neinn sérstakan tíma þannig að ef hann ljóstrar honum ekki upp hérna, þá megið þið bara ráða því sjálf hvenær þið mætið.
Auf viedersehen

Engin ummæli: