föstudagur, júlí 22, 2005

Myndakvöld!
Hvað segiði um myndakvöld næsta miðvikudagskvöld, þann 27. júlí? Ef það verða ekki sterk mótmæli gegn þeirri tímasetningu hérna í dag þá ætla ég að senda ímeil og sms á alla og láta vita. Er ekki fín tímasetning að byrja kl. 19:30? Þá er alveg öruggt að svona slóðar eins og Tóta sem alltaf mæta of seint séu mættir kl. 20:00 í síðasta lagi. Við verðum þá að senda Þorbjörgu best of myndirnar (ca. 50 stk. á mann) á mánudagskvöld þannig að hún hafi tíma til að græja þær í tíma. Ég veit ekki hvort hi-pósturinn hennar höndlar svona mikið af drasli en við finnum einhverja aðferð til að redda þessu.

Engin ummæli: