Ég hef nú alveg klikkað á því hingað til að setja ferðasöguna frá Afríku á vefinn, en til að minnka samviskubitið ætla ég að deila með ykkur hápunkti ferðarinnar.
Allt frá blautu barnsbeini hefi ég borið þann draum í brjósti að fara í Safarí. Eftirvæntingin var heldur ekki lítil þann morguninn þegar safaríbílarnir biðu hnarreistir fyrir utan hótelið okkar í Mombasa. Fílar, buffalóar, nashyrningar, allt var þetta ágætt, en eins og við flest var ég spenntastur fyrir kattardýrunum og suðaði langtímum saman í honum Madji, safaríbílstjóranum okkar, um að finna fleiri ketti. Loksins þegar ég var búinn að dæla í hann silljón kenískum skildingum ljet hann undan mjer og bíllinn okkar læddist með lymskulega út úr halarófunni, beygði út af veginum og inn á leynistað sem einungis Madji og þrír aðrir safaríbílstjórar í öllum heiminum vita um.
Taugarnar á okkur voru spenntar sem yfirstillt C-dúrsfiðla og allar myndavélar á lofti. Bíllinn liðaði rólega eftir sljettunni og þá loksins birtist hann í allri sinni dýrð, hlébarðinn, og hin heilaga fimmund hafði loksins náð hinum fullkomna samhljómi. Madji stöðvaði bílinn og benti okkur síðan spenntur á antílópu sem Hljebarðinn horfði slefandi á. Mér varð um og ó fyrir hönd antílópunnar (enda er ég þekktur fyrir það að vera vinur jafnt dýra sem manna og að vilja hvorugu ekkert illt). Þegar hljebarðinn stökk síðan af stað grýtti ég frá mér myndavélinni og svo man ég ekkert fyrr en sá Madji bograndi yfir mér.
- John are you alright?? You are crazy! you may never do this thing again.
-En antilópan!! En antólópan!!
Öskraði ég taugaveiklingslega og hristi og skók tröllvaxinn svertingjann sem bara brosti og sagði síðan Hakuna matata, og öllu fargi var af mjer ljett.
Sem betur fer náði Begga þessu öllu á Video.
mánudagur, júlí 18, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli