föstudagur, ágúst 17, 2007

Vó aftur.....takk Begga fyrir svona rosa skjót viðbrögð, já og notalegt blogg....: )
Ég er allavegana í skýjunum og vona að hinir séu það líka.

Kv.Olga

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Halló allir

Vó geðveikt langt síðan að maður hefur sagt nokkuð hér...og kann það varla enn.
En langaði til að beina orðum mínum til hennar Berglindar góðu sem að nennti að gera þetta blogg fyrir okkur og allt það en please Begga viltu ekki breyta lúkkinu á blogginu það er ekkert
smá truflandi allar þessar formúlur í bakgrunninum og bloggið sjálft geðveikt lítið......bloggið okkar var geðveikt aktívt og er það ekki lengur.....lúkkið gæti kannski átt einhvern hlut í því...ekki allann kannski en einhvern.

Endilega kommentið á þetta líka þið hin þarna úti.

Kv.Olga

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

HÆHÓ!

Ég ætlaði að athuga hvernig stemmarinn væri fyrir hádegisátu næsta föstudag þann 17. ágúst, núna fer að líða að því að mar fari aftur til DK, því væri gaman að sjá aðeins framan í ykkur áður enn haldið verður af landi brott, spurning um að taka pizza hut á suðurlandsbraut á þetta ? kommentið endilega ef þið eruð með e-ð annað í huga!