þriðjudagur, desember 18, 2007

Gott framtak þetta;) Einstaka fólk veit ég bara ekkert hvað er að bauka þessa dagana.

Staðan hjá mér er sú að ég er enn staðsett á Spáni að læra mælingar eða nánar tiltekið „Ingeniería Cartográfica, Geodésica y Fotogrametría“. Fór hingað sem skiptinemi í fyrra og leist svo vel á þetta að stefnan er að klára skólann hérna. Þarf samt B.Sc. í mælingaverkfræði til að mega klára mastersnámið svo ég er hálfnuð með mastersnám en komin aftur í B.Sc. nám ;)
Ég er enn gift karllufsunni minni - og enn mun betur gift en hann;). Við sáum fram á að þurfa einhvern til að sjá um okkur í ellinni svo einn erfingi var hannaður og framleiddur fyrr á árinu. Þar sem tölur hafa alltaf heillað var útgáfudagurinn 05. 06. 07 ;) akkurat í upplestrarfríiunu í lok annar áður en prófin byrjuðu. Annars er Gummi í barneignarorlofi, heimavinnandi og í fjarnámi.

Komum heim í sumar og skottan fékk nafnið Bergrós Ásta. Skellti með mynd af hönnunarverkinu;)
Annars verðum við hérna áfram á Spáni, minnst kosti þangað til ég fæ félagann Filipe prins til að skrifa upp á útskriftarskírteini fyrir mig.
Við verðum í Afríku um jólin, nánar tiltekið í Marokko og mér skilst að Baggalútur verði skammt undan. Eigum væntanlega eftir að skála fyrir síðustu Afríkuferð;)


En best að nota tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Hafið það gott um jólin, étið vel (maður verður nú að fylla út í buxurnar;)), sofið frameftir og njótið þess að vera í fríi! Það ætla ég mér minnst kosti. Annars sjáið þið hérna til hliðar sjálvirku vekjaraklukkuna... En Gummi er svo sem enn á launum við að passa krakkann sinn ;) hehehe...

¡ Feliz Navidad y Próspero Año Nuevo !

miðvikudagur, desember 12, 2007

Mér skilst að allnokkrir komi heim til Íslands þessi jól. Er þá ekki tilvalið að hittast í hádegisátu föstudaginn 28. desember. Ég legg til að fólk mæti 11:45 á American Style í Skipholti þann drottins dag!