föstudagur, september 30, 2005


Hæ hæ

Ég og Benni fórum til Svíþjóðar og Köben í síðustu viku og m.a. heimsóttum við Guðlaugu, Svenna og Tótu. Við fórum í Tívolí og Svenni og Tóta voru næstum búin að drepa mig. En þau plötuðu mig fyrst í þetta ógeðistæki! og ég sem hafði bara farið í Tívolí í Hveragerði fram að þessu. Annars var þetta æðisleg helgi, gaman að hitta danina okkar, hitti reyndar ekki Kidda. Takk fyrir mig.
Næsta mál: Hver gerði verkefni hjá Trausta um mögulega staði fyrir alþjóðlega vöruflutningahöfn (eða olíuhöfn) á Íslandi? Ég er neblega í máu hjá honum að gera svipað verkefni. Getur einhver lánað mér þetta??

miðvikudagur, september 28, 2005

Atburður vikunnar, Katrín að læðast ofseint inn í þéttsetinn tölvunarfræðidæmatíma... alltaf jafnnett á því þessi elska, læðist inn, sér engan sem hún þekkir svo hún ætlar að smjúga nett í sæti í fremstu röð, stekkur upp á borðið og hoppar ofan í sætið með skólatöskuna á bakinu... tók einhver eftir henni???

miðvikudagur, september 21, 2005

jæja stelpur eru þið ekki alltaf í gymminu að taka á því og hlaða í byssurnar eins og það kallast á hnakkamálinu, eins og við vitum öll á hefur allt sín takmörk, ég hef smá áhyggjur af ykkur þar sem þið eruð mjög metnaðarfullar, því oft er sófinn betri enn æfingin;)

miðvikudagur, september 14, 2005

Þorsteinn lét mig vita að hann setti Aswan verkefnin okkar inn á heimasíðu skorarinnar. Hélt kannski að Afríkufararnir vildu líta á þetta :)

miðvikudagur, september 07, 2005

Ég byrjaði víst á því að monta mig á hitanum hérna í Kaupmannahöfn en ég verð víst að taka það mont til baka. Ekki þó vegna þess að það sé orðið kalt heldur vegna þess að ég er að deyja úr hita! Eins og flestir vita - vegna háværu minnar - þá er hitakerfið í líkama mínum mjög ofvirkt. Sem betur fer fæddist ég ekki á Spáni en ég hefði alveg þegið Norðurpólinn til að gera þetta almennilega. Skólinn er fínn en ÉG ER AÐ DEYJA ÚR HITA!

Vona að þið hafið það gott í tveggja stiga hitanum heima;)

fimmtudagur, september 01, 2005

Hæbb
Bara að spá hvort einhvern langi til að losna við
þá þungu byrgði sem Kreizig stærðfræðibókin er.
Endilega látið mig vita;)

kv Smári Remó