miðvikudagur, september 28, 2005
Atburður vikunnar, Katrín að læðast ofseint inn í þéttsetinn tölvunarfræðidæmatíma... alltaf jafnnett á því þessi elska, læðist inn, sér engan sem hún þekkir svo hún ætlar að smjúga nett í sæti í fremstu röð, stekkur upp á borðið og hoppar ofan í sætið með skólatöskuna á bakinu... tók einhver eftir henni???
miðvikudagur, september 21, 2005
jæja stelpur eru þið ekki alltaf í gymminu að taka á því og hlaða í byssurnar eins og það kallast á hnakkamálinu, eins og við vitum öll á hefur allt sín takmörk, ég hef smá áhyggjur af ykkur þar sem þið eruð mjög metnaðarfullar, því oft er sófinn betri enn æfingin;)
miðvikudagur, september 14, 2005
miðvikudagur, september 07, 2005
Ég byrjaði víst á því að monta mig á hitanum hérna í Kaupmannahöfn en ég verð víst að taka það mont til baka. Ekki þó vegna þess að það sé orðið kalt heldur vegna þess að ég er að deyja úr hita! Eins og flestir vita - vegna háværu minnar - þá er hitakerfið í líkama mínum mjög ofvirkt. Sem betur fer fæddist ég ekki á Spáni en ég hefði alveg þegið Norðurpólinn til að gera þetta almennilega. Skólinn er fínn en ÉG ER AÐ DEYJA ÚR HITA!
Vona að þið hafið það gott í tveggja stiga hitanum heima;)
Vona að þið hafið það gott í tveggja stiga hitanum heima;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)