þriðjudagur, september 12, 2006

Bakkabræður í Kaupmannahöfn

Á kollegíi einu í norðurhluta Stórkaupmannahafnar býr einn gestristnasti piltur sem ég hef nokkurn tíma vitað um. Í hans 18 fermetra herbergi hýsir hann tvo vini sína, annar sefur í sófanum og hinn á gólfinu, væntanlega þétt upp við rúmið því að hann fékk víst vekjaraklukkuna í hausinn einn morguninn þegar eigandi herbergisins reyndi að slökkva á henni! Ekki get ég ímyndað mér að þeir séu mjög vinsælir hjá nágrönnunum sem deila með þeim pörupiltum eldhúsi þar sem Nonnasamlokur eru gerðar snemma á morgnana. Þetta eru náttúrlega Kiddi, Gaui og Gunni.
Síðast liðinn föstudagsmorgun opnuðust dyrnar á fyrirlestrasal í DTU korteri of seint og inn gengu bakkabræður allir þrír í röð, það var einmitt þann morgun sem eldhúsið fylltist af steikingarbrælu og fólk, sem í mesta lagi fær sér kornflex í morgunmat, flúði út og lokaði á eftir sér - örugglega ekki sátt!
Svo eru strákarnir greinilega orðnir svo rosalega nánir að í dag mætti Gunni í skóm af Gauja og Gaui fékk lánaðan bol af Gunna til að nota í fótboltann því að Kiddi hafði víst klikkað á að panta þvottahúsið!
Er annað hægt en að hlæja að þeim blessuðum!

fimmtudagur, september 07, 2006

Sæl veri fólkið.....


Smá tilkynning...ég og Kenni tókum okkur það bessaleyfi og pöntuðum okkur far til
kóngsins Köben þann 21. sept -24. sept til að hitta lýðinn. Ef það eru fleiri sem að vilja slást í hópinn með okkur og koma og djamma með okkur coolistunum í Köben þá er bara að vera í
bandi og panta sér flug.


Kv. Olga