fimmtudagur, apríl 26, 2007

Við í ETH fórum á stúfana í dag og skruppum yfir til þýzkalands að skoða Reinfelden lágþrýstingsvirkjunina í Rín og Kavernenkraftwerk Wehr í Svartaskógi sem er svokallað Pumpspeicherwerk. Slíkar virkjanir samanstanda af tveimur stöðuvötnum og þegar umframorka er í kerfinu þá kaupa þeir hana ódýrt og dæla vatni úr neðra lóninu í efra lónið. En vanti hinsvegar orku á kerfið þá rennur vatnið til baka og þeir selja rafmagnið dýrum dómum. Þeir þykjast vera með 77% nýtingu í þessari virkjun.


Stöðvarhússhellirinn


Að sjálfsögðu fengum við þráðlaus heyrnartól


Virkjunin var að mestu sett saman með borvjel af gerðinni "flott"


Og þessum Schlagschlüsselringum


Stórglæsileg Escher Wyss túrbína (Francis). Fallhæð er 625m og full afköst allra véla er 910MW við 160 rúmmetra á sekúndu.


Ein af hinum fjóru "Voith" dælum sem dæla vatninu aftur upp í lónið utan háannatíma. Full afköst eru 980 MW við 140 rúmmetra á sekúndu


Rafall/mótor úr húsi "Siemens." Í gegnum hann gengur öxull í bæði dælu og túrbínu. Fjórar slíkar samstæður eru í virkjuninni.


Hjer sjest hvort verið er að dæla eða búa til rafmagn. Virkjunin flakkar að meðaltali 11000 sinnum á ári á milli þessara tveggja hlutverka.


Stuttgart, we have a problem

Þá er gott að hafa Fluchtkammer


Og Fluchtkamar


Lónið, 4,4 milljón rúmmetrar, hægt er að fylla það eða tæma á 7 tímum.


Og Svartiskógur

Það furðulegasta í þessari ferð þótti mér þó að það skyldum vera við sem gáfum þeim sem héldu kynninguna vín. Mér þótti það nefnilega svo ágætt þegar því var öfugt farið.

Engin ummæli: