þriðjudagur, janúar 22, 2008

Hæ allir!
Gaman að heyra og sjá eitthvað frá ykkur :)
Best að byrja á hinum endanum... Það eru einhverjir sem ég hef ekki séð síðan í Afríkuferðinni góðu vorið 2005, þannig að ég byrja eftir hana. Þá fór ég að vinna á Vegagerðinni við veghönnun, hafði áður eytt tveimur sumrum þar í mælingum og því öllum hnútum kunnugur á þeim bænum ;)
Vann þar þangað til í ágúst 2006 þegar ég flúði land og fluttist til Berlínar til að læra þýsku. Á Vegagerðinni var mitt helsta verkefni að frumhanna Ofanbyggðarveg, sem verður ef til vill einhvern tíma lagður, ef vel viðrar. Upphaflega var planið að fara í master strax haustið 2006 í Berlín, en þeir vildu ekki sjá mig þar fyrr en ég kynni fleiri en þrjú orð í þýsku, þ.a. því var slegið á frest.
Ég bjó í Berlín þar til í lok febrúar 2007 og endaði dvölina meðal annars á því að fagna 25 ára afmæli mínu, eisa TestDaF (þýskupróf fyrir þá vitleysinga sem vilja stunda Háskólanám í Þýskalandi), fara til Amsterdam (snilld), München (snilld) og Köln (glatað pleis).
Þegar ég kom heim í byrjun mars 2007 fór ég eina viku til Akureyrar og mokaði nokkrum tonnum af kindataði út úr fjárhúsum foreldra minna... góð vika það!
Að því loknu fór ég að vinna á Línuhönnun við burðarþolsreikninga. Vann þar í hálft ár og líkaði vel. Svo trúlofaði ég mig í ágúst 2007... ekki bara einn og sjálfur samt... sú heppna heitir Ingunn og er norðlenskari en ég ef eitthvað er, en við þekktumst samt ekkert áður en við kynntumst :p
Í september 2007 fórum við Ingunn í interrail í einn mánuð og heimsóttum Austurríki, Slóveníu, Ítalíu, Vatíkanið, Frakkland, Mónakó, Spán (bara Katalóníu samt, náðum því miður ekki að fara nógu langt til að heimsækja Katrínu og Gumma), Sviss (hittum þar Beggu og Andrés... takk fyrir fæði og húsaskjól Begga og Andrés :D) og svo aftur Austurríki.
Að því loknu komum við okkur fyrir í Hannover í Þýskalandi þar sem við erum við nám eins og er. Ég er í master í burðarþoli, en ég er búinn að ákveða að klára námið heima í HÍ því það er aðeins of stór prósenta af fólkinu hérna fyrir utan þolmörk mín þegar kemur að hálfvitaskap. Ef ykkur dettur í hug að fara til Þýskalands að læra skuluð þið velja staðinn vel og ekki velja Hannover eða nágrenni, nema að vita hvað þið eruð að fara út í.
Það er sem sagt stefnt á heimflutning til Reykjavíkur í ágúst á þessu ári og sér maður vonandi eitthvað meira framan í ykkur í framhaldi af því.
Þá er lítið eftir annað en að kveðja og óska mér góðs gengis í prófunum sem byrja eftir 12 daga. Bæjó spæjó.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég segi nú bara takk fyrir uppvask og spænskt nammi á móti ;)

gangi þér vel í prófunum

Víkingur sagði...

bitte schön...

takk, sömuleiðis :)

Dísa Rós sagði...

Frábært! ..það verður gleði að fá reiknifélagsskap uppí VR...stuð á stuð ofan ;)

Víkingur sagði...

Jess - snilld! Verða einhverjir fleiri snillingar í samfloti með okkur í VR? Þ.e. snillingar sem ég þekki nú þegar meina ég?

Tumi sagði...

Snilld að lesa þetta Víkingur. Ég skila kveðju frá þér til Eysteins og félaga í burðarþolinu hjá LH.

Víkingur sagði...

Takk fyrir það Tumi! Ég ætla að eyða nokkrum dögum í Reykjavík eftir svona mánuð... ég reyni að hafa uppi á þér þá einhvern veginn. Við gætum jafnvel tekið einn léttan borgarstjórnarfund með Borgarstjóranum og fleirum ;)