fimmtudagur, október 13, 2005

Gonsales Bajers Jeres

Eins og kemur fram í færslunni hennar Beggu hérna fyrir neðan þá verður kennarafagnaðurinn haldinn hátíðlegur þann 21. október, þá hefur þótt tíska að nemendur sem hafa farið í útskriftarferð um síðastliðið vor haldi smá myndasýningu frá ferðinni. Við Drési vorum fengnir í það verk að steypa saman þessari myndasýningu. Eins og talað var um þá áttu allir að koma 50 "bestu" myndunum til Þorbjargar,ekki hefur það tekist hjá öllum. Til þess að þessi myndasýning verði hin ágætasta skemmtan þá væri mjög gott ef þeir sem eru ekki búnir að klára sín mál ljúki þeim sem fyrst. Sigta myndirnar með 50 mm sigti(til þess að fá 50 "bestu" myndirnar),setja þær í zip-skrá, henda þeim svo á heimasvæðið sitt og senda okkur síðan urlið á þær. Segjum að fresturinn renni út laugardaginn 15.október kl 15:03. Að lokum vil ég kvetja alla þá sem geta mætt að mæta, því ég held að þetta gæti orðið fyrirmyndar bleg!!!

Engin ummæli: