Fékk meil frá Írisi með eftirfarandi upplýsingum:
Hádegishittingur á föstudögum í sumar.
Þar sem við getum ómögulega án hvers annars verið ætlum við að hittast í hádeginu á föstudögum í sumar og fá okkur saman hádegismat.
Við ætlum að hittast alltaf klukkan 12:00 og til að byrja með ætlum við að hittast á HEITT OG KALT Grensásvegi.
Þegar við fáum leið á Heitt og Kalt finnum við annan stað auglýsum það hér á síðunni.
Við hittumst nokkur síðasta föstudag og það var mjög gaman :)
Sjáumst á föstudaginn!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli