Gott framtak þetta;) Einstaka fólk veit ég bara ekkert hvað er að bauka þessa dagana.
Staðan hjá mér er sú að ég er enn staðsett á Spáni að læra mælingar eða nánar tiltekið „Ingeniería Cartográfica, Geodésica y Fotogrametría“. Fór hingað sem skiptinemi í fyrra og leist svo vel á þetta að stefnan er að klára skólann hérna. Þarf samt B.Sc. í mælingaverkfræði til að mega klára mastersnámið svo ég er hálfnuð með mastersnám en komin aftur í B.Sc. nám ;)
Ég er enn gift karllufsunni minni - og enn mun betur gift en hann;). Við sáum fram á að þurfa einhvern til að sjá um okkur í ellinni svo einn erfingi var hannaður og framleiddur fyrr á árinu. Þar sem tölur hafa alltaf heillað var útgáfudagurinn 05. 06. 07 ;) akkurat í upplestrarfríiunu í lok annar áður en prófin byrjuðu. Annars er Gummi í barneignarorlofi, heimavinnandi og í fjarnámi.
Komum heim í sumar og skottan fékk nafnið Bergrós Ásta. Skellti með mynd af hönnunarverkinu;)
Annars verðum við hérna áfram á Spáni, minnst kosti þangað til ég fæ félagann Filipe prins til að skrifa upp á útskriftarskírteini fyrir mig.
Við verðum í Afríku um jólin, nánar tiltekið í Marokko og mér skilst að Baggalútur verði skammt undan. Eigum væntanlega eftir að skála fyrir síðustu Afríkuferð;)
En best að nota tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Hafið það gott um jólin, étið vel (maður verður nú að fylla út í buxurnar;)), sofið frameftir og njótið þess að vera í fríi! Það ætla ég mér minnst kosti. Annars sjáið þið hérna til hliðar sjálvirku vekjaraklukkuna... En Gummi er svo sem enn á launum við að passa krakkann sinn ;) hehehe...
¡ Feliz Navidad y Próspero Año Nuevo !
miðvikudagur, desember 12, 2007
fimmtudagur, nóvember 22, 2007
GÁB-arinn fékk þá flugu í höfuðið þar sem við átum kjúklingasúpu kvöldsins að reyna að fá sem flesta Afríkufara og VR-inga til að henda inn smá pistli á síðuna því við vorum að átta okkur á því að það er ótrúlega mikið af fólki sem við erum ekki alveg klárir á hvað er að bralla þessa dagana. Hálfur bekkurinn hefur náttúrulega verið á ímyndunarfylleríi í Köben síðasta árið eða tvö en svo veit maður ekkert hverjir eru komnir heim, á leiðinni heim o.s.frv. Það væri líka magnað að fá að vita nöfnin á nýjustu fjölskyldumeðlimum, hvar fólk vinnur, hvort það sé búið að fjárfesta í íbúð eða hangir í kjallaranum hjá M&P. Þetta er náttúrulega algjör bjartsýni að fólk kíki hingað enda höfðum við GÁB hvorugir heimsótt síðuna í fleiri mánuði. Ég ríð á vaðið.
Flutti út til Seattle í september 2005 og kláraði master í burðarþoli í desember 2006. Búinn að vinna á verkfræðistofunni CPL í downtown Seattle síðan þá og búinn að vera á föstu með Mary Frances (ekki kaþólsk og ekki nunna, allt klassískir brandarar) í bráðum 2 ár. Visað mitt rennur út í lok desember og þótt stofan vilji ólm sækja um visa fyrir mig gæti ég ekki byrjað að finna fyrr en í október '08 þ.a. það er allt opið núna. Fer til Íslands fyrir jólin og verð væntanlega á klakanum í nokkra mánuði og vona að einhver stofa vilji fá mig í þann stutta tíma. Verð væntanlega í kjallaranum hjá gamla settinu nema maður taki nett Afríku flashback og crashi hjá Borgarstjóranum í nokkra mánuði.
Vona að einhver nenni að gefa sér tíma í þetta, hvort sem það er ein setning í commentakerfinu eða ný færsla.
Bestu kveðjur og vonandi sé ég sem flesta á klakanum um jólin og á nýju ári.
þriðjudagur, nóvember 06, 2007
fimmtudagur, október 11, 2007
föstudagur, ágúst 17, 2007
fimmtudagur, ágúst 16, 2007
Halló allir
Vó geðveikt langt síðan að maður hefur sagt nokkuð hér...og kann það varla enn.
En langaði til að beina orðum mínum til hennar Berglindar góðu sem að nennti að gera þetta blogg fyrir okkur og allt það en please Begga viltu ekki breyta lúkkinu á blogginu það er ekkert
smá truflandi allar þessar formúlur í bakgrunninum og bloggið sjálft geðveikt lítið......bloggið okkar var geðveikt aktívt og er það ekki lengur.....lúkkið gæti kannski átt einhvern hlut í því...ekki allann kannski en einhvern.
Endilega kommentið á þetta líka þið hin þarna úti.
Kv.Olga
Vó geðveikt langt síðan að maður hefur sagt nokkuð hér...og kann það varla enn.
En langaði til að beina orðum mínum til hennar Berglindar góðu sem að nennti að gera þetta blogg fyrir okkur og allt það en please Begga viltu ekki breyta lúkkinu á blogginu það er ekkert
smá truflandi allar þessar formúlur í bakgrunninum og bloggið sjálft geðveikt lítið......bloggið okkar var geðveikt aktívt og er það ekki lengur.....lúkkið gæti kannski átt einhvern hlut í því...ekki allann kannski en einhvern.
Endilega kommentið á þetta líka þið hin þarna úti.
Kv.Olga
miðvikudagur, ágúst 15, 2007
HÆHÓ!
Ég ætlaði að athuga hvernig stemmarinn væri fyrir hádegisátu næsta föstudag þann 17. ágúst, núna fer að líða að því að mar fari aftur til DK, því væri gaman að sjá aðeins framan í ykkur áður enn haldið verður af landi brott, spurning um að taka pizza hut á suðurlandsbraut á þetta ? kommentið endilega ef þið eruð með e-ð annað í huga!
Ég ætlaði að athuga hvernig stemmarinn væri fyrir hádegisátu næsta föstudag þann 17. ágúst, núna fer að líða að því að mar fari aftur til DK, því væri gaman að sjá aðeins framan í ykkur áður enn haldið verður af landi brott, spurning um að taka pizza hut á suðurlandsbraut á þetta ? kommentið endilega ef þið eruð með e-ð annað í huga!
fimmtudagur, júlí 19, 2007
Sidasta fostudag maettu tvaer prudar domur med i hadegismat og gerdu goda hluti, thaer Ingibjorg Osp og Katrinardottir. Er folk til i Pizza Hut enn eina ferdina - thad er bara svo thaegilegt ad hafa hladbord og thurfa ekki ad panta mat. Gunni var buinn ad lofa ad koma - hver kemur lika!?!
Afsakid oislensku stafina en thetta er bara eina leidin ef allir eiga ad geta lesid thvi ad blogger er a motthroaskeidi daudans!!
Afsakid oislensku stafina en thetta er bara eina leidin ef allir eiga ad geta lesid thvi ad blogger er a motthroaskeidi daudans!!
fimmtudagur, júlí 12, 2007
mánudagur, júlí 09, 2007
þriðjudagur, júlí 03, 2007
fimmtudagur, apríl 26, 2007
Við í ETH fórum á stúfana í dag og skruppum yfir til þýzkalands að skoða Reinfelden lágþrýstingsvirkjunina í Rín og Kavernenkraftwerk Wehr í Svartaskógi sem er svokallað Pumpspeicherwerk. Slíkar virkjanir samanstanda af tveimur stöðuvötnum og þegar umframorka er í kerfinu þá kaupa þeir hana ódýrt og dæla vatni úr neðra lóninu í efra lónið. En vanti hinsvegar orku á kerfið þá rennur vatnið til baka og þeir selja rafmagnið dýrum dómum. Þeir þykjast vera með 77% nýtingu í þessari virkjun.
Stöðvarhússhellirinn
Að sjálfsögðu fengum við þráðlaus heyrnartól
Virkjunin var að mestu sett saman með borvjel af gerðinni "flott"
Og þessum Schlagschlüsselringum
Stórglæsileg Escher Wyss túrbína (Francis). Fallhæð er 625m og full afköst allra véla er 910MW við 160 rúmmetra á sekúndu.
Ein af hinum fjóru "Voith" dælum sem dæla vatninu aftur upp í lónið utan háannatíma. Full afköst eru 980 MW við 140 rúmmetra á sekúndu
Rafall/mótor úr húsi "Siemens." Í gegnum hann gengur öxull í bæði dælu og túrbínu. Fjórar slíkar samstæður eru í virkjuninni.
Rafall/mótor úr húsi "Siemens." Í gegnum hann gengur öxull í bæði dælu og túrbínu. Fjórar slíkar samstæður eru í virkjuninni.
Hjer sjest hvort verið er að dæla eða búa til rafmagn. Virkjunin flakkar að meðaltali 11000 sinnum á ári á milli þessara tveggja hlutverka.
Stuttgart, we have a problem
Þá er gott að hafa Fluchtkammer
Og Fluchtkamar
Lónið, 4,4 milljón rúmmetrar, hægt er að fylla það eða tæma á 7 tímum.
mánudagur, mars 26, 2007
Áta!!!!!!!!!!!!!
Ég var að tala við Breiðfjörð, ekki leið á löngu þar til föstudagsátan kom uppí umræðuna (enda matmenn miklir). Við ætlum allavega að vekja upp átuna á næsta föstudag á stælnum í skipholti kl 11:40, væri gaman ef sem flestir hefðu tök á að komast og raða aðeins í sig, langt síðan maður hefur séð grímuna á ykkur mörgum hverjum!
Ég var að tala við Breiðfjörð, ekki leið á löngu þar til föstudagsátan kom uppí umræðuna (enda matmenn miklir). Við ætlum allavega að vekja upp átuna á næsta föstudag á stælnum í skipholti kl 11:40, væri gaman ef sem flestir hefðu tök á að komast og raða aðeins í sig, langt síðan maður hefur séð grímuna á ykkur mörgum hverjum!
miðvikudagur, janúar 17, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)