Flutti út til Seattle í september 2005 og kláraði master í burðarþoli í desember 2006. Búinn að vinna á verkfræðistofunni CPL í downtown Seattle síðan þá og búinn að vera á föstu með Mary Frances (ekki kaþólsk og ekki nunna, allt klassískir brandarar) í bráðum 2 ár. Visað mitt rennur út í lok desember og þótt stofan vilji ólm sækja um visa fyrir mig gæti ég ekki byrjað að finna fyrr en í október '08 þ.a. það er allt opið núna. Fer til Íslands fyrir jólin og verð væntanlega á klakanum í nokkra mánuði og vona að einhver stofa vilji fá mig í þann stutta tíma. Verð væntanlega í kjallaranum hjá gamla settinu nema maður taki nett Afríku flashback og crashi hjá Borgarstjóranum í nokkra mánuði.
Vona að einhver nenni að gefa sér tíma í þetta, hvort sem það er ein setning í commentakerfinu eða ný færsla.
Bestu kveðjur og vonandi sé ég sem flesta á klakanum um jólin og á nýju ári.
5 ummæli:
Brilliant framtak Tumi, ég hef einmitt ekki heldur litið hérna inn bísna lengi, en vegna áhugaleysis á Baumechanik bókinni minni er ég búinn að heilsa upp á ótrúlegustu staði internetsins síðustu daga ;)
Ég hendi inn pistli við tækifæri og mæli með því að aðrir geri það sama! Ekki síst þeir sem eru búnir að fjölga mannkyninu síðan við yfirgáfum V-358.
Já Tumi vertu rólegur, það verður aðeins að leyfa þessu að standa, fólk kíkir nú ekki á þessa síðu á hverjum degi. Kem með einhverja romsu fljótlega.
Man reyndar ekki lykilorð né notendanafn, en það hlýtur að fara að rifjast upp.
Frábært framtak - hlakka til að lesa frá fleirum!
Ég er að byrja mitt þriðja ár á ímyndunarfylleríinu og líkar það einstaklega vel :)
Tóta tók Tuma á orðinu "...hvort sem það er ein setning í commentakerfinu eða ný færsla."
Svona Tóta hentu inn CV-inu, a.m.k. kaflanum frá 2005 til 2007 (bls. 13 - 15 af CV-inu sem sagt).
Frábært framtak Tumi! Ég lofa að setja eitthvað hérna inn á næsta ári:) Eftir jólapróf og jóla-áramóta-stúss. Vantar einmitt lykilorð og notendanafn, man það hreinlega ekki...En finn útúr því, kannski Begga geti reddað okkur sem ekki munum þetta??
Annars er ég og í Köben, enn með Benna og komin með eitt stk. barn:) þangað til næst,.kv. Íris
Skrifa ummæli