sunnudagur, ágúst 22, 2004

Og þar fór hálsinn! Er sum sé í Köben og fór með brósa í Tívolí í dag. Byrjuðum á rússíbananum og einhverjum svona kolkrabba en svo þorði ég loksins í turninn - ó mæ god!!! Þetta var allt í lagi á leiðinni upp, smá lofthræðsla en svo þegar ég fór af stað niður öskraði ég eins og brjálæðingur, var skíthrædd. Tók alveg næsta klukkutímann að jafna mig og hálsinn er enn aumur - þó þess virði. Svo er það bara H&M here I come strax á morgun. Kveðja frá kóngsins...

Engin ummæli: