mánudagur, júní 20, 2005

Anything to declare? - Yeah don't go to Akureyri.

Ég fór frekar misheppnaða ferð til Akureyrar núna um helgina. Ástæðurnar eru þrjár:

1) Veðrið var ekki neitt til að hrópa húrra fyrir => The Tan-Plan fór út um þúfur.

2) Mér tókst að missa af síðasta og jafnframt áhugaverðasta skemmtiatriðinu í skipulagðri hátíðardagskrá á 17. júní sem var fjöldaslagsmál bæjarbúa.

3) Engu að síður tókst mér að láta lemja mig kvöldið eftir þannig að núna get ég ekki hlegið og ég hljóma eins og ég sé þroskaheftur ef ég reyni að segja orð sem eru með effi í.

Niðurstaða helgarinnar: Að fara til Akureyrar er léleg hugmynd!

Engin ummæli: