miðvikudagur, júní 15, 2005

Bleeeeeeeesuð öll saman!
Nú styttist í fyrstu útileguhelgi ársins og ætla ekki örugglega sem flestir að fjölmenna á Skóga?
Djammið á Skógum síðasta sumar var algjör snilld og ég sárvorkenni þeim sem misstu af því. Þetta verður ekki síðra í ár ef marka má skógarsíðuna, www.skogar.tk
Það væri allavegna snilld ef sem flestir í bekknum og vinir þeirra myndu fjölmenna því það er alltaf skemmtilegast þar sem maður þekkir helling af fólki. Nú þegar hafa fullt af hetjum boðað komu sína t.d. Víkingur, Ringa, Kata, Ég, Dolli, Kenneth og svo 2. árs hetjur á borð við Helga Ba, Trausta, Bjarna, Ingunni, Heiðrúnu og Betu Becks svo e-ir séu nefndir.

Allavegna hvet alla til að mæta og þótt þið séuð ekki alveg 100% þá er samt fínt að skrá sig fyrir miða (ekki bindandi!!). Miðana þarf ekki að borga fyrr en í vikunni fyrir þannig að ekkert stress í þeim efnum.

Engin ummæli: