sunnudagur, desember 17, 2006

Haaaalllúúúúú

Ég uppdeitaði linkana fyrir Gunna ;) þ.e. bætti nokkrum við og leyfði mér að fjarlægja þau blogg sem hafa verið óstarfhæf í yfir ár. Vona að það hafi verið í lagi

Ég skítmixaði líka nýja síðu í leiðinni þar sem sú gamla var að detta í sundur, ekkert voðalega þjál en gat ekki orðið verri en sú gamla.. hahaha, ef einhver vill eyða tíma í að gera þetta flott þá er hinum sama það hjartanlega velkomið ;)

Hver ætlar annars að vera bæði á íslandi og í bænum um jólin?
Er einhver til í að hittast í föstudagshádegi eftir jól á einhverjum af betri matsölustöðum bæjarins? s.s. American style ?!?!?

Látið í ykkur heyra og gangi skólakrökkum vel í prófunum

Gleðileg jól

föstudagur, desember 01, 2006

Verkfræðingur er á gangi við tjörn eina og heyrir frosk kalla á sig. "Ehhh
heyrðu! Ef þú kyssir mig, þá breytist ég í gullfallega prinsessu!"
Verkfræðingurinn tekur upp froskinn og stingur honum í vasann. "Ef þú
kyssir
mig þá breytist ég í gullfallega prinsessu og verð kærastan þín í heila
viku!" Þetta vekur engin viðbrögð hjá verkfræðingnum. "Ef þú kyssir mig þá
breytist ég í gullfallega prinsessu, verð kærastan þín í viku og geri HVAÐ
SEM ÞÚ VILT!" Enn vekur þetta engin viðbrögð hjá verkfræðingnum.
Froskurinn
spyr því: "Hvað er eiginlega að þér? Ef þú kyssir mig þá breytist ég í
gullfallega prinsessu sem verður kærastan þín í HEILA VIKU og mun gera
HVAÐ
SEM ÞÚ SEGIR MÉR! Hvað er vandamálið?" Verkfræðingurinn svarar: "Ég er
verkfræðingur. Ég hef engan tíma fyrir kærustu. Hinsvegar er froskur sem
talar nokkuð töff. :)

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Helvítis nørd!

Tveir verkfræðinemar gengu lúnir út af bókasafninu í VR-II seint um kvöld. Annar þeirra fer beint í að opna lásinn á hjólinu sínu og þá segir hinn: "VÁÁÁÁ, geggjað hjól! Hvar fékkstu það?"
Hinn svarar hinn ánægðasti: "Reyndar, þá var ég á gangi meðfram Ægisíðunni í gærkvöldi og skyndilega stoppaði hörkuskutla á hjóli fyrir framan mig. Hún henti sér af hjólinu og klæddi sig úr öllum fötunum.Svo sagði hún: "Taktu það sem þig langar í" Ég valdi hjólið."
Eftir smá umhugsun svarar félaginn: "Já, þú valdir rétt... fötin hefðu eflaust ekki passað á þig"

laugardagur, nóvember 04, 2006

þriðjudagur, september 12, 2006

Bakkabræður í Kaupmannahöfn

Á kollegíi einu í norðurhluta Stórkaupmannahafnar býr einn gestristnasti piltur sem ég hef nokkurn tíma vitað um. Í hans 18 fermetra herbergi hýsir hann tvo vini sína, annar sefur í sófanum og hinn á gólfinu, væntanlega þétt upp við rúmið því að hann fékk víst vekjaraklukkuna í hausinn einn morguninn þegar eigandi herbergisins reyndi að slökkva á henni! Ekki get ég ímyndað mér að þeir séu mjög vinsælir hjá nágrönnunum sem deila með þeim pörupiltum eldhúsi þar sem Nonnasamlokur eru gerðar snemma á morgnana. Þetta eru náttúrlega Kiddi, Gaui og Gunni.
Síðast liðinn föstudagsmorgun opnuðust dyrnar á fyrirlestrasal í DTU korteri of seint og inn gengu bakkabræður allir þrír í röð, það var einmitt þann morgun sem eldhúsið fylltist af steikingarbrælu og fólk, sem í mesta lagi fær sér kornflex í morgunmat, flúði út og lokaði á eftir sér - örugglega ekki sátt!
Svo eru strákarnir greinilega orðnir svo rosalega nánir að í dag mætti Gunni í skóm af Gauja og Gaui fékk lánaðan bol af Gunna til að nota í fótboltann því að Kiddi hafði víst klikkað á að panta þvottahúsið!
Er annað hægt en að hlæja að þeim blessuðum!

fimmtudagur, september 07, 2006

Sæl veri fólkið.....


Smá tilkynning...ég og Kenni tókum okkur það bessaleyfi og pöntuðum okkur far til
kóngsins Köben þann 21. sept -24. sept til að hitta lýðinn. Ef það eru fleiri sem að vilja slást í hópinn með okkur og koma og djamma með okkur coolistunum í Köben þá er bara að vera í
bandi og panta sér flug.


Kv. Olga

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Hey Takk Fyrir Djammið Um Helgina Kenni, Tumi og Gummi.

En einhvern veginn þá endaði jakkinn þinn Gummi heima hjá Þóreyju...hhmmm

Sjáumst svo hress aftur á föstudaginn hjá Gunna.

P.s hádegismatur á Na na thai, ikke?

Kv.Olga

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Kveðjuteiti.....Kveðjuteiti.....Kveðjuteiti




jæja þá er komið að því, Danmörk hefur kallað og gamli svaraði kallinu (eins og í laginu: svaraðu kallinu frá méééééérrrrr!!). Ætla að halda smá kveðjuteiti á föstudaginn 25. kl:21 að Hverfisgötu 46 eða Sportbarnum (sama pleis og útskriftarveislan var haldin). Mér þætti vænt um ef þið sæuð ykkur fært um að mæta, ég get allavega lofað ykkur að þarna verður þrusustuð!! og að sjálfsögðu eru makar og aðrir fylgifiskar velkomnir!!!

föstudagur, ágúst 18, 2006

NA NA THAI hádegismatur í dag, föstudaginn 18.ágúst.

Knús...til allra lífið er yndilsegt

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Sælt veri fólkið,


Hvert viljið þið fara á föstudaginn?

Ég og Jói erum heit fyrir Nana Thai.

föstudagur, ágúst 11, 2006

Breytt plan í hádeginu í dag...danskir ferðalangar fá að ráða í dag..
þannig að farið verður á Pizza Hut á Nordica.

Kv.Olga
NANA THAI.......föstudaginn 11. ágúst

See ya

Olga

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

KEÐJUpartý

Í tilefni þess að við Andrés ætlum að halda til Sviss í lok ágúst þar sem við ætlum að gera heiðarlega tilraun til að ná okkur í Mastersgráðu í straumfræði verður keðjuskrall í Bogahlíðinni á laugardagskvöld (12. ágúst).
Það væri gaman ef þið sæjuð ykkur fært að mæta. Boðið verður upp á kennslu í Möbíusbandagerð, augnabrúnin verður á sínum stað, fríum prufum í boði Gunna verður dreift allt kvöldið ..auk fjölda annara uppákoma. Ef heppnin er með mun Tóta jafnvel setja upp íslenskuhorn inni í eldhúsi
Sjáumst við á laugardag? eigum við að segja upp úr 21

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Ein forvitin....hvað er planið hjá ykkur um verslunarmannahelgina?

Ég er ekki enn ákveðin, en fer eitthvað út úr bænum og er jafnvel að spá
í að kíkja til eyja á Sunnudagskvöldinu.

Kv.Olga

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

AFTUR VERÐUR FARIÐ Á NANA THAI...FÖSTUDAGINN 4.ÁGÚST.

Farið verður yfir plan verslunarmannahelgarinnar góðu...

Hlakka til að sjá ykkur.

Kv.Olga

fimmtudagur, júlí 27, 2006

JÆJA ÞÁ ER ÞAÐ ÁKVEÐIÐ...

Á morgun föstudaginn 28.júlí verður farið í hádeginu á NANA thai veitingahúsið (við hliðina á Everest eða Epal í skeifunni).

Mæli með að allir mæti tímanlega.. þ.e eða aðeins fyrir 12 því það þarf að bíða svolítið eftir matnum.

Kv. Olga

setjið inn í comment, hverjir ætla að mæta...ætla að reyna að panta borð.

mánudagur, júlí 24, 2006

Partímartin!

Ég þakka fyrir góðar keðjur og frábært partí!
Við eftirlegukindurnar sem fórum síðust úr partíinu urðum viðskila við hjörðina þegar við lentum í dæmigerðri íslenskri biðröð niðri á Oliver... sem þýddi að því lengur sem við biðum, því fleiri voru á undan okkur. En við fundum í staðinn niðri á Bankastræti bongótrommu-svertingjasvitalyktar-partí sem var ekki af verri endanum ;-)

Auf wiedersehen!

föstudagur, júlí 21, 2006

MEKONG Sóltún 3
Það verður MEKONG í hádeginu í dag

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Bestu keðjur!

Í tilefni þess að ég er vonandi að flytja til Þýskalands bráðum hef ég ákveðið að efna til keðju- / útflutningsteitis næsta laugardag. Gleðin verður haldin að heimili mínu í Hátúni 4 (bjalla 704 – 7. hæð (í næsta húsi við Spron (í hina áttina miðað við Fíladelfíukirkjuna))). Makar og viðhengi eru að sjálfsögðu velkomin og er mæting stundvíslega kl. 21 plús-mínus það sem ykkur hentar.
Sjánst!!!
Með keðju
jæja hvert á að fara næsta föst?

mánudagur, júlí 17, 2006

Þetta er möbíus beibí !

Á ég að trúa því að það hafi enginn kveikt á perunni ? iss... það hefur allavega örugglega enginn ykkar kveikt á matlabinu

Ég gróf ÞETTA upp fyrir ykkur í staðin, Víkingur.. fullt af skýringatexta fyrir þig bara passa að líma ekki saman puttana..

föstudagur, júlí 14, 2006

Eru ekki allir farnir að sakna matlab?

tékkið á þessu:

x = 0:1; y = 0:4; h = 1/4; o2 = 1/sqrt(2); s = 2; ss = 4;v(3,:,:) = h*[0, -1, -o2, 0, o2, 1, 0;0, 1, o2, 0, -o2, -1, 0];v(2,:,:) = [ss, 0, s-h*o2, 0, -s-h*o2, 0, ss;... ss, 0, s+h*o2, 0,-s+h*o2, 0, ss];v(1,:,:) = s*[0, 1, 0, -1+h, 0, 1, 0; 0, 1, 0, -1-h, 0, 1, 0];cs = csape({x,y},v,{'variational','clamped'});fnplt(cs), axis([-2 2 -2.5 2.5 -.5 .5]), shading interpaxis off, hold onvalues = squeeze(fnval(cs,{1,linspace(y(1),y(end),51)}));plot3(values(1,:), values(2,:), values(3,:),'k','linew',2)view(-149,28), hold off

það er svo gaman að vera til :)

þriðjudagur, júlí 11, 2006

ATH ATH EKKI FARA Á KEBABHÚSIÐ.........MATAREITRUN

Næsta föstudag þann 14. júlí verður því farið á Pizza Hut (Nordica)

Kv.Olga

fimmtudagur, júlí 06, 2006

ATH ATH ATH

Föstudaghittingar verða á Kebadhúsinu (Grensásvegi) kl 12.
Þangað til við fáum leið á því.

See you
Olga

fimmtudagur, júní 29, 2006


Ég kemst því miður ekki á morgun í hádegismat en var að velta fyrir mér hvort einhverjir ætluðu á Hallgeirsey!?! Ég kem ekki til höfuðborgarinnar fyrr en annað kvöld (föstudagskvöld) en er jafnvel til í laugardags-sunnudags rúnt út á land ef einhverjir verða á staðnum!
Stemmning?
SÆLT VERI FÓLKIÐ

Takk fyrir síðast......

en hvað segið þið, föstudagur á morgun með tilheyrandi hádegishittingi.
Sumir eru víst orðnir volgir og vilja því ekki fara á heitt og kalt á morgun.
Ég vil fá að heyra hvert ykkur langar á morgun? Það verður helst að vera
í skeifunni því það er næst flestum okkar.
Ég panta svo borð fyrir okkur á þeim stað sem fær flest atkvæði!!
Annað, það þarf að vera svolítið fjölbreyttur matseðill fyrir okkur hin sem að erum ekki jafn sveitt...og strákarnir, he he

Kv. opne
(organiser per never ending )

mánudagur, júní 12, 2006

Hæ hæ krakkar,


Jæja þá er ég loks að útskrifast..og ætla að sjálfsögðu að halda stíft uppá það.

Mig langaði til að bjóða ykkur öllum í útskirftarveisuna mína á útskriftardaginn sjálfan 24. júní
heima hjá mér (Sunnuvegur 11, 104 RVK) kl.18.

Ég vona að ég sjái sem flest ykkar.
Mökum er að sjálfsögðu boðið með.

Þið megið endilega senda mér mail (opn@honnun.is, olgae@hi.is) láta mig mig vita hverjir komast.

Annars bara hlakka til að sjá ykkur.

Kv. Olga polga

miðvikudagur, maí 31, 2006

Hæ krakkar

Fékk meil frá Írisi með eftirfarandi upplýsingum:

Hádegishittingur á föstudögum í sumar.
Þar sem við getum ómögulega án hvers annars verið ætlum við að hittast í hádeginu á föstudögum í sumar og fá okkur saman hádegismat.
Við ætlum að hittast alltaf klukkan 12:00 og til að byrja með ætlum við að hittast á HEITT OG KALT Grensásvegi.
Þegar við fáum leið á Heitt og Kalt finnum við annan stað auglýsum það hér á síðunni.

Við hittumst nokkur síðasta föstudag og það var mjög gaman :)

Sjáumst á föstudaginn!



föstudagur, maí 19, 2006

Gauji og Heiða eignuðust lítinn strák núna í vikunni :)
Til hamingju með guttann!

föstudagur, maí 05, 2006

miðvikudagur, maí 03, 2006

Það er sko komið sumar hjá okkur - langar ykkur í grillaðan hamborgara!?!

föstudagur, apríl 28, 2006

Sjitt hvað maður væri til í að vera þarna núna!!!!!
Kveðja Dísa og Tóta í masssaverkefnavinnu :(

laugardagur, apríl 15, 2006

Hæ hæ krakkar
Ég er enn þá að fá tölvupóst frá krökkum sem vantar hjálp í stærðfræði. Er einhver sem getur tekið að sér aukatímakennslu? Var að fá frá einum sem er í stæ 122 - getur ekki verið það flókið. Endilega látið mig vita.
Annars bara gleðilega páska!

miðvikudagur, mars 15, 2006

Í tilefni af aldarfjórðungsafmæli mínu mun verða haldin teiti næstkomandi föstudagskvöld í bækistöðvum vorum og Berglindar. Það mun verða mikið húllumhæ. Undanfarna daga hefi ég unnið að því að menga drykkjarvatnið í blokkinni með svefnlyfjum, þannig að nágrannarnir ættu ekki að verða til vandræða.


Myndin sýnir viðeigandi klæðnað.

föstudagur, mars 03, 2006

Vildi bara þakka ykkur fyrir komuna á laugardagskvöldið :)


Jaaaá, það er kúl að vera B.s. í verkfræði!!!!!!!!

miðvikudagur, febrúar 22, 2006


Hæbbs allir :)

Ég er að útskrifast á laugardaginn og það verður partý heima hjá mér um kvöldið, klukkan 21! Vona að ég sjái ykkur sem flest üüüüber hress :)
Að sjálfsögðu eru makar og aðskotadýr velkomin líka.

Skáááál (fyrir mér) :):):)

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

HAMINGJUÓSKIR :D

Vil bara óska öllum í bekknum innilega til hamingju sem eru að fara að fjölga heiminum á næstu mánuðum, ég var bara að frétta þetta í dag... alltaf síðust!!
Rosastolt eitthvað... líður smá eins og frænku :)

föstudagur, febrúar 03, 2006

Krakkar, hann Pedro (sjá mynd) er að leita að pennavinum. Helst vill hann komast í samband við ungar konur eða hrausta unga karlmenn. Áhugasamir sendi honum meil á pedro-loveboy@pedro.br
Einnig hefur Pedro lýst yfir áhuga á því að koma með í skíðaferðina að ári.



þriðjudagur, janúar 31, 2006


Hver ætlar ekki að koma með næsta ár???

föstudagur, janúar 06, 2006

Á ferðum mínum um landið í sumar rakst ég á þessa fyrirmyndar S-klótóíðu:

namaskard
En manninn sem dáist af þessu undraverki þekki ég ekki, sennilega er hann þó að reikna kúrfsháttinn (die Kurvigkeit).