mánudagur, júlí 05, 2004

Vááá hvað þessi helgi var skemmtileg! Ég er ansi hrædd um að þetta hafi verið besta útilega hingað til. Ég tórði allavega til hálf sjö um morguninn - báða dagana. Og það frábærasta, ég varð ekki einu sinni þunn þrátt fyrir gríðarlegt magn af áfengi.
Hvernig líst ykkur annars á bekkjarpartí helgina 16.-17. júlí? Er ekki ráð að hafa kosningu um hvor dagurinn hentar betur!
Að lokum: vantar einhvern silfurlitann OgVodafone regnjakka nr. M? Og Jói ef þú saknar þíns þá er Tumi að öllum líkindum með hann. Ég var í XL og hann M svo að við svissuðum bara - kom betur út!

Engin ummæli: