fimmtudagur, júní 17, 2004

Ég vaknaði klukkan 7 í morgun á gistiheimili á Ísafirði og heyrði þá að Ísfirðingar eru askoti sleipir í eftirpartíahaldi því Sísí fríkar úti hljómaði einhvers staðar í þarnæstu götu. (Það er nokkuð ljóst að þeir sem sungu misstu af afhjúpun minnisvarðans um vélbátinn Stanley í dag sem var fyrsti vélbátur Íslendinga og kom til Ísafjarðar fyrir sléttum 100 árum.)
En ég er búinn að vera með Sísí á heilanum í allan dag og djöfull er þetta nú gott partílag… er ekki málið að fara að endurnýja partídiskinn okkar góða og skella Sísí kannski með á þann nýja? Ha, hvernig væri það nú???

Engin ummæli: