föstudagur, júní 04, 2004

Við erum sko að tala um brosandi blíðu og hver vinurinn á fætur öðrum er búin að senda mér sms til að minna mig á þá staðreynd (sko ef ég skildi óvart gleyma því) að þau eru að vinna úti en ég inni (og verð því hvít með meiru í lok sumarisins (svona aðeins til að blanda mér í brúnkuumræðuna)). En ég er hins vegar að fara á þetta líka rokna djamm í kvöld! Hestaferð! Það verður geggjað stuð og minns búin að fara í flöskubúðina og allt ;) Það hefur því komið í ljós að ekki er von á fagnaðarfundum í höfuðstaðnum þessa helgina, en ætli það komi ekki að því fyrr en seinna!
Þanngað til þá!

Engin ummæli: