Í gær brást ég.
Ég brást sjálfum mjer
Ég brást foreldrum mínum, sem ólu mig upp í góðum gildum
Ég brást samfjelaginu
Okkur er leyft að valsa um á þessari jörð í trausti þess að við breytum rjett og sjeum góð við náungann. Í gær fór ég út í búð til að kaupa mjer þurrkaðar döðlur, sem ég geri oft því mjer finnast þurrkaðar döðlur sælgæti. Allur háttur er á hvurnig ég neyti þeirra, og fer það iðulega eftir því hvurnig á mjer liggur hverju sinni, ég deili þeim samt ekki með neinum. Ýmist borða ég þær eintómar, húða þær súkkulaði eða sýð úr þeim súpur og grauta, en hvað um það. Þegar ég var kominn út í Hagkaup og búinn að hreinsa verslunina af þurrkuðum döðlum og meira að segja búinn að væna verzlunarstjórann um að fela fyrir mjer þurrkaðar döðlur inni á lager, var ég sakaður um að vera að stela. Hann ljet leita í samfestingnum mínum, en fann ekkert nema döðlusteina sem hann var fljotur að setja aftur á sinn stað. Ég geymi alla döðlusteinana ef ég skyldi eignast gróðurhús einhvern tíman, þá myndi ég fylla það af döðlutrjám og valsa þar um nakinn og tína upp í mig döðlur. Ég er nefnilega soddan náttúrubarn. Já og svo var komið að því að borga og ég tæmdi körfuna á færibandið og stúlkan framkvæmdi píp fyrir hvern poka, alls 20 píp,vá! tuttugu píp, ég hugsaði mjer sko gott til glóðarinnar. Mjer reis hold af tilhlökkun og borgaði uppsett verð, en þegar hún gaf mjer til baka tók ég eftir að í lófa mínum voru hundrað krónur umfram það sem rjett var. Þá gerðist svolítið undarlegt, í stað þess að skila frökeninni pjeningunum svitnaði ég allur og stakk þeim í vasann, hrifsaði til mín döðlurnar og hljóp á dyr. Ég hljóp alla leiðina heim. Ég fór meira að segja svo hörðum höndum um gersemarnar að einn pokinn rifnaði og þurrkaðar döðlur dreifðust um planið fyrir utan Hagkaup. Brátt komu að svartir hrafnar og fóru að eta döðlurnar, það þóttu mjer heppnir hrafnar
sunnudagur, maí 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli