fimmtudagur, maí 13, 2004

Helv... tölvan mín er hrunin... Held að það sé vírus, enn einn viðurstyggilegi vírusinn sem eitthvað krakkaógeð kom af stað til að ráðast á mannskrattann B.G. sem ég er svo sem alls ekki minn maður en ég neyðist til þess að vera eins og hinir og týna upp brauðmolana sem hann fleygir til okkar ofan úr hásæti sínu.

Ég legg til uppreisn! Fyrir þá sem vilja taka þátt lesið áfram, fyrir þá sem vilja halda áfram að vera þrælar microsoft og fljóta með í hringiðu peningaplokks og pretta skrollið niður og lesið eitthvað annað sem höfðar til ykkar lítil máttugrar sálar.

Þeir sem vilja ná sér í Linux, t.d. Red Hat geta farið hingað. Nýjasta útgáfan af Red Hat er Linux Red Hat 9. Fyrir þá sem vilja lesa sér meira til um þetta geta farið hingað Það virðist vera mest af upplýsingum um Red Hat, en það eru til fullt af öðrum eins og Suse og Mandrake fl.

Fyrir þá sem ekki hafa ótakmarkaðan download kvóta, þá er ég búin að ná í flest þetta og þið getið koperað þetta (þrír diskar um 400-600 MB hver). Sjálf kann ég ekkert á þetta og hef ekki hugmynd um hvernig þetta virkar yfir höfuð en er að fara að kynna mér þetta í mjög svo náinni framtíð. Helst núna ef ég væri ekki að fara í reiknilega aflfræði. Ef einhver dulbúinn Linux séni er í bekknum, þá er hann beðinn um að gefa sig fram.

Fyrir þau ykkar sem langar að eyða sumrinu í að læra að tekka geta farið hingað. Þarna er MiKTeX fyrir windows, og fyrir Unix og Macintosh.

En annars hefði ég viljað fá námskeið eins og þeir hafa víst haldið fyrir raungreinadeildirnar þar sem Linux er kynnt eitthvað. Þetta var eitthvað kvöldnámskeið sem var haldið nokkur kvöld, en ég hef ekki séð þetta frá því að ég byrjaði.

En annars lifið heil!

Engin ummæli: